27.11.2011 15:20

Borund

Það hefur verið lítið minnst á lítið norskt skip sem hvarf í N-Atlantshafi í  mars 1941 Og með því 13 sjómenn þar af tveir íslendingar. Skipið hafði farið frá Reykjavík áleiðis til  Scrabster Skotlandi með ísfisk 25 mars Síðan hefur ekkert til skipsins spurst.


Forsíða Vísis 08-04-1941



 Skipið var byggt sem togari hjá Mediterranee í La Seyne Frakklandi 1917 sem  Barbeau. Það mældist: 244.0 ts 303.0 dwt. Loa: 40.00.m brd: 7.30 m Franski sjóherinn tók skipið í sína þjónustu strax eftir byggingu. Því var skilað aftur til réttra eigenda ( P.Stephan & Cie í Brest)1920 Og skírt Suzanne & Mandelene 1925 er það selt til Englands (Dene Sg Co Ltd  Jersey ) breitt í kæliflutningaskip og skírt Jerseydene. 1926 er skipið selt D/S A/S Tangbrand  í Haugasund Noregi og skírt Tangbrand. 1931 kaupir norska ríkið skipið og er það skírt Borgund. 1939 er skipið lengt í loa:44.80 m 341.0 ts 365.0 dwt
Es Borund

Íslendingarnir sem fórust með Borgund hétu Magnús Leo Brynjólfsson kyndari  f 18-07-1903 að Ytri Ey á Skagaströnd og Hannes Pétur Sigurlaugsson háseti f 19-09-1899 í Grænagarði Ísafirði





Svona skrifar Unnur H. Jóhannsdóttir á Pressunni 2009:
 "Það voru fleiri hættur en árásir Þjóðverja  sem drógu úr öryggi íslenskra sjómanna. Bæði Bretar og Þjóðverjar lögðu í sjóinn tundurduflagirðingar á helstu siglingaleiðum Atlantshafsins. Stundum losnuðu tundurdufl úr girðingunni og  rak um hafið. Ef skip rakst á tundurdufl sprakk það oft og skipið gat við það laskast töluvert eða hreinlega sökkt því. Þegar leið á stríðið var takmörkuð notkun talstöðva, símtöl og veðurskeyti úr landi til skipa bönnuð og dregið úr notkun vitanna. Um tíma var jafnvel notkun loftskeyta bönnuð en allt var þetta gert til þess að Þjóðverjar gætu ekki hagnýtt sér upplýsingar sem þessi tæki gáfu".  Svo mörg voru orð Unnnar  Allt að 230 íslenskir sjómenn fórust í WW" Við verðum að minnast þeirra manna sm fórnuðu lífi sínu til að heimurinn fengi frjálsara og betra? líf. Minnast þeirra með lotningu og mikilli virðingu





Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 470
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196680
Samtals gestir: 8474
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 03:38:48
clockhere