01.12.2011 00:23

Eldborg í WW 2

Eitt var það skip sem komst að heitið geti klakklaust í gegn um seinni heimstyrjöldina ( ég vona að lesendur fyrirgefi mér að nota WW2 yfir hana) þetta var vélskipið Eldborg frá Borgarnesi. Það vill svo til að faðir minn Ragnar Ásmundsson var  háseti  á henni lungan úr þessum tíma. Eldborgin var smíðuð hjá Moss Værft & Dokk í Moss Noregi sem Eldborg 1932 fyrir þarlenda aðila. Grímur h/f í Borgarnesi kaupir skipið 1934. Það var svo selt úr landi 1956 Skipstjóri skipsins í WW2 var Ólafur Magnússon

Eldborg á síldveiðum í WW2


Úr mínu myndasafni

Þann 9 vóv 1940 lendir skipið í árekstri Svona segir "Mogginn" frá þ.12 nóv 1940




"LÍNUVEIÐARINN ELDBORG frá Borgarnesi laskaðist mjög mikið aðfaranótt sunnudags, er skipið rakst á pólska flutningarskipið "Pug", sem var ljóslaust um 30 mílur suður af Vestmannaeyjum. Eldborg skemdist svo mikið að ekki var viðlit að skipið héldi áfram aðstoðarlaust, en hið pólska skip sigldi burt út í myrkrið og skifti sér ekkert af Eldborg. Varðskipið Ægir var fengið til að fara Eldborg til aðstoðar og kom með hana til Vestmannaeyja í gær. Þar fer fram bráðabirgðaviðgerð á Eldborg, svo að hún geti haldi áfram ferð sinni til Englands, en þangað var ferðinni heitið er áreksturinn varð. Áreksturinn varð kl. 03.30 aðfaranótt sunnudags. Sigldi Eldborg með fullum siglingarljósum og voru tveir menn í brúargluggunum á "Udkig".


Hér er skipið í Vestmannaeyjum eftir áreksturinn 1940 Ólafur skipstjóri lengst til vinstri


Úr myndasafni Tryggva Sig


Alt í einu sáu skipverjar á Eldborg rautt siglingarljós á stjórnborða. Vél Eldborgar var stöðvuð undir eins og tveir menn gengu á stýrið til að reyna að snúa skipinu af leið, en það var of seint, áreksturinn var óumflýjanlegur. Skipverjar á Eldborg halda að skipverjar á pólska skipinu hafi ekki kveikt siglingarljós sín fyrr en er Eldborg var rétt komin að þeim. Áreksturinn var svo mikill, að vélstjóri, sem var í véiarrúmi á Éldborg, féll á gólfið, og skipverjar, sem voru í rúmum sínum, ruku upp með andfælum. Stefni Eldborgar beygðist inn og plötur rifnuðu beggja megin. Ekki komst sjór í lestina, og má telja að það hafi orðið skipverjum til lífs.

Hér í stríðsbúningi


Úr mínu myndasafni

Bátsuglurnar, sem bjórgunarbáturinn var í, beygðust og björgunarbáturinn festist á bátadekkinu, svo ekki var hægt að hreyfa hann. Skipverjar tóku til óspiltra málanna að þétta skipið að framan. Skeyti var sent til Loftskeytastöðvarinnar, og fékk framkvæmdastjóri skipsins hér, Friðrik Þorvaldsson, skeyti um atburðinn snemma á sunnudagsmorgun. Fékk hann varðskipið Ægi til að fara Eldborg til hjálpar. Ægir var kominn til Eldborgar um 8 leytið á sunnudagskvöld og fór með hana til Vestmannaeyja. Þar voru haldin sjópróf í málinu í gær, en ekki komust þau nema skamt. Verður þeim haldið áfram í dag. Pólska skipið "Pug" kom einnig til Vestmannaeyja í gær. Var það talsvert laskað á annari síðunni. Var í ráði að halda sjópróf yíir skipverjum á því í Vestmannaeyjum, en það létti akkerum á þess að láta vita um ferðir sínar og mun hafa haldið til Reykjavíkur".

Svo var það 18 oktober 1942 að þýsk flugvél gerir árás á skipið Svona segir "Mogginn" frá því 20 okt 1942

Þýsk Focke Wulf sprengjuflugvél gerði ítrekaðar tilraunir til að granda línuveiðaranum Eldborg, sem var á siglingu fyrir norðaustur ströndinni á sunnudaginn var. Flugvélin gerði 15-16 atlögur að skipinu, en skipstjóra tókst að stjórna skipimt þannig, að flugvélin komst aldrei í færi til að varpa á það sprengjum. I síðustu atlögunni var skotið af vélbyssum flugvélarinnar á Eldborg, en þær hittu ekkí skipið. Varð ekkert tjón á mönnum né skipi. Morgunblaðið átti tal,við skipstjórann á Eldborg, Ólaf Magnússon í gær og sagðist honum frá á þessa leið, um atburðinn :" Þetta var gríðarstór fjögra hreyfla flugvél og flaug hún stundum svo nærri skipinu, að hún var aðeins nokkra metra frá því.


Hér í Vestmannaeyjum stríðsbúin

Úr myndasafni Haraldar Þ Gunnarssonar

Við sáum greinilega, þegar flugmennirnir opnuðu hlerana á sprengjugeymslunni, en þeim tókst aldrei að komast svo í færi við okkur, að þeir létu verða úr að varpa sprengjunum Við sigldum skipinu í krákustiga, þannig, að við sluppum jafnan undan flugvélinni, er hún ætlaði að fljúga yfir skipið. Stóð alltaf svo á, að flugvélin flaug ýmist fyrir aftan eða framan skipið. Fimmtán eða sextán sinnum gerði flugvélin atlögu að okkur og í síðasta skifti skutu flugmennirnir, af vélbyssum, sem voru framan í flugvélinni en hittu ekki.

Hér er "Boggan" veðurbarin


Úr mínu myndasafni

Eftir hverja atlögu flaug vélin í stóran hring áður en hún gerði þá næstu.Stóð þetta yfir í um 50 minútur. Tíðindamaður blaðsins spurði Ölaf skipstjóra, hvort ekki væri byssur um borð í Eldborg og játti hann því. "En við vildum ekki byrja stríðið við flugvélina og ætluðum ekki að skjóta fyrr en hún hefði varpað að okkur sprengju " sagði Ólafur.. Svo mörg voru orð "Moggans" Þess ber að geta að  geta að dekk farmur skipsins var flugvélabensín í tunnum..

 

Hér stendur kall faðir minn fyrir aftan Jónas Þórólfsson sem spilar á nikku


Úr mínu myndasafni

Skipið var búið tveimur hríðskotabyssum (á brúarvængum) þegar þetta gerðist og voru tveir breskir hermenn með til að annast þær. En skipið mun hafa verið á vegum hersins þegar þetta gerðist en Ólafur mun hafa harðbannað þeim að koma nálægt byssunum meðan á þessu stóð 

Hér er sögusviðið "Dauðaslóðin"



Úr bókinni Halló Eldborg

Hér er nú hinn nú aldni skipstjóri Gunnar Ólafsson sonur Ólafs sem tók skipið 1947 ? eftir pabba sinn við líkan af því

Úr safni Silla Ara

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 2623
Gestir í dag: 164
Flettingar í gær: 4912
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 255253
Samtals gestir: 10944
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 16:58:35
clockhere