06.12.2011 22:32

Erna III

Það hafa ýmsar staðreyndir litið dagsins ljós í bloggsíðunni uboat.net.sem ekki voru kunnar fyrr. Mig langar að segja ykkur sögu úr WW2. Þ 12 sept 1941 leggur danskt flutningaskip Erna III af stað frá Milford Haven áleiðis til Montreal  í Canada. Loftskeytamaður skipsins var íslendingur Þórarinn Ágústsson Fæddur 31-12-1913. Skipið er skotið niður þann 22 eins og sést hér í úrdrætti af uboat. net:  "At 02.33 hours on 22 Sep, 1941, the Erna III (Master Knud Christian Sorensen), a straggler from convoy ON-16, was hit amidships by one torpedo from U-562 and sank within 14 minutes northeast of Cape Farewell. The master, 22 crew members and two gunners were lost."Og á fg síðu er Þórarinn talin með í "crewlist "Straggler" er eftir minni lélegu ensku "undanvillingur" eða eitthvað í þá áttina En í Virkinu í Norðri III hefti er þessi atburður sagður í febrúar 1942.

Erna III


               © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Erna III sem var kæliskp  var byggð hjá Helsinör Værft, Helsingör í Danmörk 1930 sem Erna fyrir J.Lauritzen  í Esbjerg.Það mældist 1590.0 ts  2580 dwt  Loa: 77.30.m brd: 11.90. m Breska stjórnin tók skipið í sína þjónustu 1940 og setti III fyrir aftan nafnið. Endalokin voru sem fyrr sagði. En snúum okkur að loftskeytamanninum Þórarni. Þann 28 nóv birtist í Mogganum eftirfarandi grein: "

Ungur Reykvíkingur, Þórarinn Ásgeirsson, sonur Ásgeirs Ásmundssonar, sem er þektur Reykvíkingur (og bróðir Ásmundar skákmeistara) hefir lent í hinum mestu æfintýrum frá því ófriðurinn hófst, en þá var hann staddur sem skipverji á dönsku skipi við Suður-Ameríkustrendur. Þórarinn strauk af skipi sínu ásamt dönskum pilti. Hefir hann skýrt blaðinu "Frit Danmark", sem gefið er út í London frá æfintýrum sínum og félaga síns.


 Þórarinn Ágústsson

© ókunnur

Frásögn hans er á þessa leið: Þann 12. mars 1940 fór danskt vélskip frá Danmörku áleiðis til Suður-Ameríku, en þann 9. apríl fékk skipstjóri skipun frá eigendum skipsins í Kaupmannahöfn um að leita til hafnar í hlutlausu landi, og þrem dögum síðar kom skipíð til hafnar í Victoria í Brasilíu. Brasiliönsk yfirvöld settu vörð um skipið og skipshöfnin fékk mjög takmarkað frelsi til að vera í landi. Eftir vikutíma tilkynnti skipstjórinn skipverjum, að hann hefði fengið skipun að heiman um að halda eftir 85% af launum skipverja og senda heim til lífsviðurværis aðstandendum þeirra. Þessi tilkynning vakti mikla óánægju meðal skipshafnarinnar og ekki minnst hjá hinum yngri sjómönnum, sem ekki höfðu neinar fjárhagslegar skyldur heima.

Skipshöfnin á Ernu á góðri stund

               © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Þórarinn skýrði nú skipstjóranum frá því, að hann ætti enga fjölskyldu eða ættinga í Danmörku, og gæti þessi ákvörðun því ekki náð til hans. En öll mótmæli hans urðu árangurslaus. Hann fékk ekki annað kaup í 7 mánuði en 5 krónur á viku,eins og þeir félagar hans.Þ. 1. desember í fyrra kom tilkynning frá Höfn um að framvegis ætti ekki að halda eftir nema 25% af kaupi skipverja. En í apríl var þessu breytt að nýju og þá skyldi halda eftir 85%. Það var daglegt umræðuefni rneðal skipshafnarinnar, hvort ekki væri ráðlegast að reyna að strjúka og hvaða ráð væri helst til þess.


Foringinn á U-562 Horst Hamm ( 1916-1943)

© Uboat.net

Þeir, sem áttu fyrir fjölskyldum að sjá í Danmörku, óttuðust að Þjóðverjar hefndu sín á ættfólki þeirra, ef þeir strykju. Þeir vildu sitja kyrrir í skipinu, og sjá hverju fram yndi. En þeir, sem einhleypir voru gerðust órólegri með hverjum mánuði sem leið. Þ. 20. maí í vor s.l. kom enskt flutningaskip inn í höfnina til að sækja járnmálm. Nú skipverjar að hugsa sér til hreyfings. En þó urðu það ekki nema þessir tveir, Þórarinn og Erik Meldola, sem áræddu að reyna að strjúka. Þeir reyndu fyrst að komast út í enska skipið úr landi. En það reyndist ómögulegt. Aðfaranótt 27. maí reyndu þeir sjóleiðina, fóru í kænu meðan dimmt var, milli skipanna í höfninni.


N-Atlantshafið hefur aldrei verið neitt lamb að leika sér við


               ©  ókunnur

En er þeir komu að hliðinni á enska skipinu, reyndist það ekki viðlit að komast upp í það. Í land þýddi ekki að reyna að fara, því þá myndu næturverðir hafa séð til þeirra. Þeir urðu að fara í kænunn i til baka til síns skips, og komust það óséðir. Næstu nótt gerðu aðra tilraun,komust á kænunni að enska skipinu, náðu í kaðalsenda  sem hékk út af borðstokknum handfetuðu sig upp eftir kaðlinum og rendu sér niður í kolarúm skipsins. Þar lágu þeir í 3 sólarhringa. Þá lagði skipið úr höfn. Er komið  var út á rúmsjó gáfu þeir sig fram. Er þeir skriðu upp á þilfar, mættu þeir bryta skipsins Hann leiddi þá fyrir skipstjóra. Skipstjóri tók þeim vel.



               © ókunnur

Þeir fengu vinnu kaup og góða aðbúð í skipinu  Með því fóru þeir til North Sidney í Canada.Er þangað kom, voru þeir settir í varðhald , samkv. gildandi lögum þar . Pappírar vitaskuld  ekki í lagi. Voru þeir geymdir i klefum fyrir fyllirafta. Þar varð þeim ekki svefnsamt En næsta dag fengu þeir pláss á grísku skipi og með því komust þeir til Bretlands. Þar réðist Þórarinn sem var lærður loftskeitamaður á danska skipið Erna III en endalok þess eru hér að framan.

Kafbátur sömu tegundar og U562

  © Uboat.net


Af þessu má eiginlega ráða að þegar greinin birtist í Mogganum  hafi  þórarinn  verið látinn
Endalok U-562 urðu þau að honum var sökkt í Miðjarðarhafinu
19 Feb, 1943 NA af  Bengazi, í position: 32°57´N, 020°.54´A, með djúpsprengum frá HMS Isis og  HMS Hursley og breskri Wellington flugvél (Sqdn 38/S). 49 kafbátamenn fórust

Þessi hefur sloppið allavega í bili

    © ókunnur


Mér er sama hvað mönnum finnst en mér sem gölmlum sjómanni finnst örlög kafbátamanna sem voru á bátum sökkt var með djúpsprengumama hvers þjóðar þeir eru voru ömurleg. Það má segja að þeir hafi verið eins og rottur í búrum. Engin undankomuleið. Og við megum heldur ekki gleyma að þeir voru að þjóna sínu föðurlandi hvert sem það nú var

HMS Isis

© Uboat.net

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 2867
Gestir í dag: 175
Flettingar í gær: 4912
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 255497
Samtals gestir: 10955
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 17:19:35
clockhere