07.12.2011 16:30

WW2 á N-Atlantshafi 1941 I

Í marsmánuði 1941 lögu þrjú skip af stað frá Íslandi með ísaðan fisk til Englands. Tilgangurinn var tvíþættur. Að afla íslensku þjóðinni dýrmæts gjaldeyri og færa stríðshrjáðri breskri þjóð mat.

Reykjaborg



Togarinn Reykjaborg lagði af stað þ 8 mars 1941 áleiðis til Fleetwood með fullfermi af fiski Síðan fréttist ekkert af skipinu fyrr 17 mars er togarinn Vörður kom með sundurskotinn fleka af Reykjaborg sem skipið fann 170 sml frá St Kilda á Hebrideseyjum þ 13 mars

Skipstjórinn Ásmundur Sigurðsson



Virtist mönnum við fyrstu sýn að einhverjir menn hefðu verið um einhverntíma á flekanum.Og gaf það mönnum von í brjósti um að einhverir menn hefðu komist af. Það var svo19 mars að bresku flotastjórninni hér fékk skeyti þar sem greit var frá að korvettan HMS Pimpernel K 71 hefði bjargað tveim særðum mönnum lifandi úr áhöfn Reykjaborgar af fleka en einn hefði látist á flekanum af sárum sínum og kulda En svona segir uboat.net frá atburðinum:" 

Systurskip HMS Pimpernel


"At 20.52 hours on 10 Mar, 1941, U-552 hit the Reykjaborg (Master Guðmundur Jóhannesson) with a dud and then fired 103 rounds from the deck gun and 592 rounds from the 2cm AA gun at the vessel between 23.14 and 23.47 hours. The trawler sank about 459 miles southeast of Iceland. One of the three survivors that managed to reach a raft died but on 14 March the others were picked up by HMS Pimpernel (K 71) (Lt F.H. Thornton, RNR) escorting the convoy OB-296 and later landed at Greenock. She was probably the largest Icelandic-owned trawler at the time"

Erich Topp ( 1914-2005) Foringi á U 552



Þarna er einhver misskilningur með nafn skipstjóra Reykjaborgar en hann hét Ásmundur Sigurðsson og var hann bróðir hins ástsæla  skólastjóra Stýrimannaskólans. Jónasar Siurðssonar. Hin skipin sem ég nefndi fyrst voru Fróða  og Pétursey. Ég fjalla um þau seinna

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 2141
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 4912
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 254771
Samtals gestir: 10923
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 16:13:00
clockhere