19.12.2011 22:03

Jarlinn og Kóngurinn

Ég bloggaði um Jarlinn og kónginn á Moggablogginu fyrir fjórum árum Nú eru liðinn rúm sjötíu frá atburðinum svo ég birti þetta hér. Fyrst er síða úr Fálkanum 29 tölublaði 1941



Fyrir sléttum 70 árum voru 2 öldungar,ef maður getur sagt svo á ferðinni í  N-Atlantshafinu.Þarna voru á ferðini íslenskur,fv enskur togari sem hét Jarl GK 272 og enskur togari  King Erik GY 474.

Jarlinn

 


Jarlinn var smíðaður í Englandi 1890 en hafði verið keyptur til Íslands 1925 af "Hrogn & Lýsi"og hlotið nafnið Anders RE 263. 1930 var hann seldur h/f Hlé í Reykjavík og fék þá nafnið Hlér RE 263 1930 var hann svo aftur seldur og nú voru kaupendur Kolbeinn Finnsson og Þorvaldur Jakobsson.1935 kaupir Helgi Pálsson á Akureyri skipið og skýrir Jarlinn EA 590.1940 kaupir sameignarfélagið Jarlinn í Reykjavík skipið og það heldur nafni en fær einkennisstafina GK 272.Meðal eiganda voru  Óskar Halldórsson og Björn Ólafsson.Eftir að skipið kom til Íslands hafði það verið notaða sem línuveiðari. Leiðir þeirra Eiríks Kóngs og Jarlsins lágu  kannske ekki saman en báðir  voru  á leið til Íslands frá Fletwwood. Báðir höfðu komið með fisk handa stríðshrjáðu fólki á Englandi. l/v Jarlinn var undir stjórn gamalreynds skipstjóra Jóhannesar Jónssonar 64 ára að aldri.

King Erik Þarna undir sænskum merkjum


ST King Erik var undir stjórn Francis H Davidson 40 ára."Kóngurinn"hafði mátt muna sinn fífil fegurri.hann var smíðaður hjá Cochrane & Cooper Ltd,Selby 1899,fyrir Viking Steam Fishing Co Ldt í Grimsby og var skírður King Erik GY10 1904 var hann seldur Frank Barret í Grimsby.1905 gerður út frá Noregi en skráður í Strömstad í Svíþjóð.Einkennisstafir SD33.1911 skift um ketil í skipinu. 1915 skipið fært aftur til Englands og skráð í Grimsby GY474. 1915 skipið tekið í þjónustu sjóhersins. Var við tundurduflaslæðingu.1919 skipinu skilað aftur. 1920 skipið selt:Direct Fish Supplies Ltd Grimsby.1922 selt:T.W Bascom,Grimsby og 1940 selt Boston Deep Sea Fishing & Ice Co Ldt .Fleetwood.

Höfnin í Fleetwood.

Þarna eru sumir kunnugri en aðrir

Þarna voru þeir félagarnir á leiðinni til Íslands annar til Vestmannaeyja (Jarlinn) til að lesta fisk en hinn að fiska hann sjálfur. Sá sem varð þeim félögum að grandi  var þýskur kafbátur U 141 undir stjórn hins 30 ára gamla Phillipp Schuler (1911-1943) Kapitanlautinants.Báturinn hafði verið byggður  í Baubelehrung U-Boote Ostsee Kiel 1940.Hann var fyrst undir stjórn Heinz Otto Schultze.(1915-1943)

  

Til v Schultze 1sti Kaptainlautinant á U 141.t h kafbátur að koma úr kafi

Þann 5 sept 1941 rétt fyrir miðnætti (Kl 2330) sér kapt.Schuler lítið fiskiskip í sjónpípunni. Skip með fána hlutlausrar þjóðar málaðan vel sjáanlegan á báðum síðum. En þetta  friðsama fiskiskip hafði fært óvininum fisk á borðin og því var Schuler ekki lengi að dæma það til dauða og 11 íslenska sjómenn.1 búm svo var það búið.


Mennirnir,ef einhverjir hafa lifað af sprenginguna ofurseldir N-Atlandshafinu.Siðar akkúrat 1 sólarhring síðar sér Schuler annað lítið fiskiskip og nú frá óvininum sjálfum og annað búmm og sagan endurtekur sig.


  Dönitz aftari maðurinnn (1891-1980) Flotaforingi. Átti hugmyndina að "Úlfahópunum" svokölluðu Kafbátar biðu í smáflokkum eftir skipalestum og gerðu svo eins mikinn usla og hægt var

Kafbátalægið í Brest


U-141 var af þessari gerð kafbáta(IId)


Maður spyr sig hvernig getur "Sjómaður"gert collegum sínum svona lagað.En þegar alið hefur verið á hatri og keyrt á þjóðernishyggju þá getur svonalagað gerst. Ég held að menn, 70 árum síðar geti  að einhverju leiti skilið þessa kafbátamenn. Það er hægt með gengdarlausum áróðri fyrir einhverju að fá svonalagað fram hjá mönnum. Er nokkuð betra að skjóta menn með ofansjávar tundurskeytum eins og gert er fyrir"málstaðinn"í dag. Við höfum því láni að fagna í dag að það bíða engir kafbátar sjómannanna okkar á N-Atlantshafinu í dag,

Hafnbann þjóðverja í WW2


En öldurnar eru hinar sömu. og allslags nýjar hættur sem þeir verða að varast þó á stórum og fullkomnum skipum séu.Ég skora á alla sjómenn í dag að hlusta vel á og tileinka sér hvað þeir eru að kenna  þeir "Sæbjargarmenn" Góð vísa eins og þeir kenna er aldrei of oft kveðin Myndrnar eru flestar af "uboat.net" með góðfúslegu leyfi

 



Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3791
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 193884
Samtals gestir: 8228
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:28:43
clockhere