31.12.2011 00:04
Vetrarferð 3
Mér sjálfum finnst þetta bréf Hallgríms
Júlíussonar til vinar síns lýsa vel hinum miklu sjómannshæfileikum sem
hann bjó yfir. Og hvergi vottar fyrir sjálfshóli.
Vestmannaeyingur fékk núna Fálkaorðu. Gunnar Marel fékk hana 1940

Og það er ekki hægt að skilja við þessa vetrarferð öðruvísi en minnast á mannin sem sem stóð fyrir smíðinni á v/b Helga VE 333 en það var Gunnar Marel Jónsson sjálfmenntaður skipasmiður,
Mynd af síðunni í Lesbókinni

Honum segist sjálfum svona frá í viðtali við Árna Johnsen sem þá var blaðamaður ? á Mogganum 1968:" stærsta skipið sem ég smiðaði var Helgi, sem var 119 tonn, smiðaður árið 1939 og var þá stærsta skip, sem hafði verið smíðað hérlendis. Í mörg ár eftir það var ekki smiðað stærra skip hérlendis. Helgi sigldi m.a. öll stríðsárin á milli fslands og Englands og reyndist vel. Þegar Helgi hafði siglt 120 ferðir yfir hafið á stríðsárunum til Grimsby,( þarna á gamli maðurinn við Fleetwood ath. Óli R)
hélt borgarstjórnin þar veizlu til heiðurs áhöfninni. Alla þessa 14 báta, sem ég smíðaði, teiknaði ég líka og þarna er í allt um að ræða á 5. hundrað tonn í nýskipasmíði.
Líkön af bátum sem lang-afa-drengurinn smíðaði eftir frumsmíði lang-afans Blátindur og Jötunn

Samhliða þessu hef ég svo verið útgerðarmaður í 48 ár og hversdagsstritið hefur verið
mér ánægja" Svo mörg voru orð Gunnars En viðtalið sem ber fyrirsögnina:" Ofsaveður og rokkurinn búinn að geyspa golunni" er að finna í Lesbók Morgunblaðsns 27 október 1968.
Jötunn VE 273

Í hundruðir ára var aðeins til í landinu ein stétt, ein atvinnustétt, sem gerði allt Sami maðurinn var eitt í dag, annað á morgun. Iðnaður og sjósókn voru ekki til nema sem hjáverk, og verzlunarstéttin t. d. var alls ekki til Lítið um menntamenn og því síður listamenn nema skáld. Svo skiftust starfsgeinarnar í bændur og sjómenn. Svo bættust verkamenn við sem unnu verðmæti úr afurðum hinna tveggja. Það voru ÞESSIR menn sem ruddu vegi list og menntamanna og annara eftirkomandi starfsgreina til frama og vegferðar..
Þessi mynd finnst mér passa við efnið. En hana tók ég af einu af listaverkum Ásmundar Guðmundssonar fv skipstjóra. En Ásmundur missti máttinn í hægri hönd.Var rétthenntur og gerir frábær listaverk með þeirri vinstri

Því er þessi þjóð löngu búin að gleyma. Og það voru menn eins og Hallgrímur Júlíusson og hans líkar sem brauðfæddu þessa þjóð í WW2 Þessum mönnum megum við aldrei gleyma. Og mér finnst það satt að segja skylda okkar eftirkomandi sjómanna að halda minningu þeirra á lofti.

Með virðingu og þakklæti.Og það á að vera eitt af takmörkum samtaka sjómanna að vinna þá virðingu fyrir stétt sína sem hún á skilið hjá þessari þjóð. Og það á að gerast t.d á þeim degi sem lögum samkvæmt heitir "Sjómannadagurinn" Þeir sem vilja hylla hafið eitthvað sérstaklega geta gert það á hvaða degi sem er öðrum

Vestmannaeyingur fékk núna Fálkaorðu. Gunnar Marel fékk hana 1940
Og það er ekki hægt að skilja við þessa vetrarferð öðruvísi en minnast á mannin sem sem stóð fyrir smíðinni á v/b Helga VE 333 en það var Gunnar Marel Jónsson sjálfmenntaður skipasmiður,
Mynd af síðunni í Lesbókinni

Honum segist sjálfum svona frá í viðtali við Árna Johnsen sem þá var blaðamaður ? á Mogganum 1968:" stærsta skipið sem ég smiðaði var Helgi, sem var 119 tonn, smiðaður árið 1939 og var þá stærsta skip, sem hafði verið smíðað hérlendis. Í mörg ár eftir það var ekki smiðað stærra skip hérlendis. Helgi sigldi m.a. öll stríðsárin á milli fslands og Englands og reyndist vel. Þegar Helgi hafði siglt 120 ferðir yfir hafið á stríðsárunum til Grimsby,( þarna á gamli maðurinn við Fleetwood ath. Óli R)
hélt borgarstjórnin þar veizlu til heiðurs áhöfninni. Alla þessa 14 báta, sem ég smíðaði, teiknaði ég líka og þarna er í allt um að ræða á 5. hundrað tonn í nýskipasmíði.
Líkön af bátum sem lang-afa-drengurinn smíðaði eftir frumsmíði lang-afans Blátindur og Jötunn

Samhliða þessu hef ég svo verið útgerðarmaður í 48 ár og hversdagsstritið hefur verið
mér ánægja" Svo mörg voru orð Gunnars En viðtalið sem ber fyrirsögnina:" Ofsaveður og rokkurinn búinn að geyspa golunni" er að finna í Lesbók Morgunblaðsns 27 október 1968.
Jötunn VE 273

Í hundruðir ára var aðeins til í landinu ein stétt, ein atvinnustétt, sem gerði allt Sami maðurinn var eitt í dag, annað á morgun. Iðnaður og sjósókn voru ekki til nema sem hjáverk, og verzlunarstéttin t. d. var alls ekki til Lítið um menntamenn og því síður listamenn nema skáld. Svo skiftust starfsgeinarnar í bændur og sjómenn. Svo bættust verkamenn við sem unnu verðmæti úr afurðum hinna tveggja. Það voru ÞESSIR menn sem ruddu vegi list og menntamanna og annara eftirkomandi starfsgreina til frama og vegferðar..
Þessi mynd finnst mér passa við efnið. En hana tók ég af einu af listaverkum Ásmundar Guðmundssonar fv skipstjóra. En Ásmundur missti máttinn í hægri hönd.Var rétthenntur og gerir frábær listaverk með þeirri vinstri

Því er þessi þjóð löngu búin að gleyma. Og það voru menn eins og Hallgrímur Júlíusson og hans líkar sem brauðfæddu þessa þjóð í WW2 Þessum mönnum megum við aldrei gleyma. Og mér finnst það satt að segja skylda okkar eftirkomandi sjómanna að halda minningu þeirra á lofti.

Með virðingu og þakklæti.Og það á að vera eitt af takmörkum samtaka sjómanna að vinna þá virðingu fyrir stétt sína sem hún á skilið hjá þessari þjóð. Og það á að gerast t.d á þeim degi sem lögum samkvæmt heitir "Sjómannadagurinn" Þeir sem vilja hylla hafið eitthvað sérstaklega geta gert það á hvaða degi sem er öðrum

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3791
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 193884
Samtals gestir: 8228
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:28:43