31.12.2011 13:25

Vetrarferð fyrir 68 II

frh af síðu 1:"Sett var á fulla ferð og þrætt milli stærstu sjóanna, gekk það ágætlega, því sjórinn var svo mikill og þykkur og brotin fremur regluleg eftir því, sem það nær til um úthafssjó,og sáust langt til. Vindur fór nú óðum minkandi og fór niður í 4 til 5 vindstig; hélst þetta veður til miðnættis, lyngdi þá alveg um stund og vorum við farnir að búast við alvöru góðviðri. En Adam var ekki lengi í Paradís, eins og þar stendur; brátt fór að kula af suðvestri, með regnskúrum, færðist hann heldur í aukana jafnframt því, sem hann gekk vestar á og kólnaði. Klukkan 3 á föstudagsmorgun var komið ofsarok VNV og illfær sjór.

Helgi á síldveiðum




Var skipinu þá snúið upp í vind og sjó og vegmælir tekinn, sýndi hann þá að farnar höfðu verið um 110.0 sjómílur í viðbót, hægt var á vélinni, öllu hagað til eins og á fyrri driftinni. Um nóttina var tunglskin öðru hvoru, élin voru ekki heldur eins dimm eins og í fyrra veðrinu, og sást því vel til, en samt var ekki hægt að verja skipið algjörlega fyrir áföllum, enda fór nú kössunum í göngunum óðum fækkandi og og lagðist það að mun fram og tók drjúgum framan yfir. I birtingu um morguninn fengum við marga sjói yfir skipið, enda var nú veðurofsinn í algleymingi. 1 einum sjónum hreinsuðust allir kassarnir úr stjórnborðsganginum, þá hentist og báturinn upp í stólana, þar sem hann áður var, aftari "daviðan" hafði skuttlast upp úr stétt þeirri er hún stendur í.

Komin af hafi fullfermdur nauðsynjum



Einnig brotnaði sleðinn undan flekanum og féll hann niður á þilfarið, en vegna þess hve flekinn var vel bundinn, þá hékk hann innanborðs. Veðurofsi þessi hélst þar til um klukkan 16 um kvöldið og mátti varla á milli sjá hvor hefði betur, bátur eða sjór. Klukkan 18 fór að draga úr veðrinu og jafnframt minkaði sjórinn, svo að kl. 19.30 var hægt að fara af stað aftur, farið var með hægri ferð fyrsta klukkutímann en síðan smáhert á eftir því sem skánaði í sjóinn, og kl. 22 var sett á fulla ferð og gekk þá vel, því að vindur var hagstæður, 6-8 vindstig, tunglið var komið upp og var því bjart, enda orðið langt á milli éljanna.

Hér í reynsluferðinni



Var nú hafist handa um að lagfæra á- skipinu, var ljótt um að lítast hvar sem litið var, og höfðu strákarnir við orð að líkast væri sem við hefðum lent í strandi, og því ekki sem bestu. Tapast höfðu fyrir borð um 220 kassar af fiski, annar báturinn, skjólborðin beggja megin, sá báturinn sem eftir var, svo brotinn að hann var ósjófær, þilfarið sprungið upp á tveim stöðum, en ekki samt svo að mikið læki um það. Þá var og víða "slegið úr" þilfarinu, var það þétt eftir föngum með feiti, einkum lak niður í eldhúsið og búrið, enda mátti sjá að þar höfðu flestir sjóarnir komið niður á þilfarið. Mest allur matur hafði skemst af sjó, og var lítið til matar það sem eftir var ferðarinnar annað en fiskur og saltkjöt, kaffi áttum við þó óskemt og lítilsháttar af sykri.

Helgi í "fátækraslippnm" ásam Helgafelli ex Surprise Fátækt var þó ekki ástæðan fyrir veru skipana þarna, heldur voru þau of stór fyrir slippana sem þá voru til í Eyjum



Nú var eftir að vita hvað rétt yrði komið að landi, eins og hálfs sólarhrings drift í ofsaveðri, þó svo að skipinu væri haldið upp í veður og sjó, hlaut að hafa fært skipið eitthvað afvega. Stefnunni var því breytt um tvö strik frá hinni upphaflegu stefnu og stýrt beint suður. Eftir því sem vegmælirinn sýndi þegar lagt var til drifs í síðara storminum áttum við eftir ófarnar 242 sjómílur að St. Kilda. Á sunnudag um hádegi sást austasta eyjan við St. Kilda, beint fram undan, höfðum við þó komið um 15 sjómílum austar en venjulega er siglt. Upp frá þessu gekk allt vel, veðurhæðin hélst alla leiðina, 5-6 stig, og þótti okkur það blíðviðri hjá því sem á undan var gengið. Þegar til Fleetwood kom, eftir 6 og ½  sólarhring var okkur vel fagnað; fengum við 2 nýja lífbáta með fullkomnum útbúnaði, einnig var gert við það, sem úr lagi hafði farið, slegið í þilfarið, byggt undir flekann og fleira. Fiskurinn seldist allur á hámarksverði, síðan var lestað og haldið af stað heim aftur, eftir tveggja daga viðdvöl. Ferðin heim gekk með ágætum og þóttust allir, okkur úr helju heimt
Hér lýkur bréfi Hallgríms

Hér  með fullfermi af silfri hafsins að koma til Reykjavík Sennilega á Hvarfjarðarsíldinni 1948 Í bakgrunni má sjá annað þekkt skip b/ v Þórólf



Árið 1945, að styrjaldarlokum, veitti borgarstjórinn í Fleetwood honum og skipshöfn hans sérstakar heiðursmóttökur, til að þakka þá atorku, þrek og hugrekki, sem skipverjar á Helga höfðu sýnt í millilandasiglingum á styrjaldarárunum. Hafði Helgi þá farið 120 ferðir yfir hafið milli íslands og Bretlands og siglt um 150 þús.sjómílur til að færa Bretum björg í bú. En um síðustu áramót hafði skipið farið samtals um 200 ferðir milli þessara landa( Skrifað í Jan 1950)

Svona segir Alþýðublaðið frá endalokunum


Ill urðu örlög þessa áður mikla happaskips. Sem hafði boðið hárri N-Atlantshafsöldunni og stríðstólum óvinanna byrgin í rúman áratug. Þeim  goðunum Ægi,Rán og Þór hefur kannske þótt hann hafa ógna sér nægilega oft En smásker í fg hafi varð hans banabiti Þ 7 janúar 1950 og með honum fórust 10 menn sjö manna áhöfn og þrír farþegar. En bak vð þennan atburð liggur mikil saga um drengskap og fórnfýsi sem ekki verður rakin hér


Fálkinn birti myndir af mönnunum sem fórust með skipinu

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3791
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 193884
Samtals gestir: 8228
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:28:43
clockhere