11.01.2012 17:54

Leopard

Á morgun fimmtudag er eitt ár síðan áhöfninni á þessu danska flutningaskipi Leopard var rænt. Eigendur skipsins hafa legið undir ámæli fyrir aðgerðarleysi.

Leopard





Ekki ætla ég mér að dæma inn í þá hlið málsins. En þeir neita að borga "ræningunum" 80 milljónir danskar krónur fyrir hina tvo dani og fjóra filipinsku áhafnarmeðlimi . En eigendurnir héldu skipinu.. Ég held að maður geti alsekki ímyndað hryllingin að vera í haldi þessara manna Það vill svo til að ég þekki persónulega einn sem hefur lent í þessum óskopum. Niels P.H Nielsen . Og saga hans er hryllingur


  Minn gamli skipstjóri Niels P.H. Nielsen

Hann var skipstjóri á Danica White sem var 83 daga í haldi sjóræninga eftir að skipinu var rænt í júni 2007. En látið laust gegn 1.5 miljón  us $.

Nils ásamt sinni áhöfn eftir að þeir sluppu úr prísundinni


Einhvernveginn komust ræningarnir í gegn um "vígirðingunni"





Að þetta skuli geta gerst svona fyrir framan nefið á okkur þessum svo kölluðum siðmenntuðu þjóðum er með endemum. Ekki ætla ég mér lerngra út á það mál. En einhvertíma hefðu "einhverir" ráðist inn í landið og tekið völdin af máttlausum stjórnendum þess. En þarna er enjgin olía eða neitt. Og mætti halda að aðalatvinnuvegur Sómalíu sé "sjónrán"

Nútíma "sjóræningaskip"






Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 1745
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 5450
Gestir í gær: 349
Samtals flettingar: 729773
Samtals gestir: 50245
Tölur uppfærðar: 29.1.2026 05:04:32
clockhere