12.01.2012 17:33
ELVIRA ORIA
Lúðvík Friðriksson sendi mér póst og myndir Þ.á m af þessu skipi.
ELVIRA ORIA

Úr safni Lúðvíks Friðrikssonar
Skipið var smíðað hjá Huelva Astilleros í Huelva, Spáni 1979 sem Elvira Oria fyrir þarlenda aðila. Það mældist 4782.0 ts 5480.0 dwt. Loa: 127.20.m brd 15.80. m 1986 fær skipið nafnið Gabon 1990 Alkaid 1990 Santa Paula 1991 Delfin Del Mediterranne Skipið sökk svo á 35° 34´N og 013°.04´W 02 02. 1998 Svo að bréfi Lúðvíks Hann fór þar um borð sem supercargo. Honum segist svo frá:
"Skipið var smíðað á Spáni sem gámaskip fyrir kæli/frystigáma. Þarna átti að nota gáma sem ekki voru með sfálfstæðan vélbúnað. Heldur átti öll kælingin að vera hluti af vélbúnaði skipsins og átti að blása kuldanum í gámana úr þessu kerfi skipsins. Að sögn spánverjana mun þetta aldrei hafa virkað og skipinu breitt í venjulegt gámaskip.
Ég veit að Columbus Line notaði þetta kerfi, um árangur veit ég ekki. Þegar Eimskip var með skipið á leigu var það vægast sagt í lélegu ástandi og þessvegna leigan ódýr. Ahöfnin var spönsk allir frá Norður Spáni, Asturias og Galicia. Mjög góði karlar. Seinni túrinn sem ég var um borð vorum við á leiðinni frá Rotterdam til Norfolk USA. (Rútan var Reykjavík-Rotterdam-Norfolk-Reykjavík) Þegar við vorum staddir um 50 sjómílur norður af Asoreyjum þá stoppaði aðalvélin. Aðalvélin hafði brætt úr sér! Sem betur fer var mjög gott veður við staddir í Asoreyjahæðinni.
Þar vorum við á reki í 7 eða 8 daga meðan spánverjarnir tjösluðu vélinni saman og síðan var högt á SLOW ferð til Leixoes í Portugal. Þar var skipi í mánuð meðan gert var við aðalvélina. svo var haldið áram til Norfolk og þaðan til Reykjavíkur. og þá losaði Eimskip sig við skipið. Mér leið vel um borð spánverjarnir góðir karlar Þetta skip var mjög gott sjóskip, það kom vel í ljós á leiðinni frá Norfolk til Reykjavíkur þá lentum við í skíta brælu. Svona er að kaupa ódýrt!" Svo mörg voru þau orð Lúðvíks. Ég þakka honum innilega fyrir þetta og vona að ég hafi ekki brugðist trausti hans þó ég birti það. Það væri virkilega gaman að fleiri komi með svona sögur úr ferli sínum á sjó. Ég tala nú ekki um þegar um er að ræða skemmtilegar þannig af hálfgerðum "nýungum"
ELVIRA ORIA
Úr safni Lúðvíks Friðrikssonar
Skipið var smíðað hjá Huelva Astilleros í Huelva, Spáni 1979 sem Elvira Oria fyrir þarlenda aðila. Það mældist 4782.0 ts 5480.0 dwt. Loa: 127.20.m brd 15.80. m 1986 fær skipið nafnið Gabon 1990 Alkaid 1990 Santa Paula 1991 Delfin Del Mediterranne Skipið sökk svo á 35° 34´N og 013°.04´W 02 02. 1998 Svo að bréfi Lúðvíks Hann fór þar um borð sem supercargo. Honum segist svo frá:
"Skipið var smíðað á Spáni sem gámaskip fyrir kæli/frystigáma. Þarna átti að nota gáma sem ekki voru með sfálfstæðan vélbúnað. Heldur átti öll kælingin að vera hluti af vélbúnaði skipsins og átti að blása kuldanum í gámana úr þessu kerfi skipsins. Að sögn spánverjana mun þetta aldrei hafa virkað og skipinu breitt í venjulegt gámaskip.
Ég veit að Columbus Line notaði þetta kerfi, um árangur veit ég ekki. Þegar Eimskip var með skipið á leigu var það vægast sagt í lélegu ástandi og þessvegna leigan ódýr. Ahöfnin var spönsk allir frá Norður Spáni, Asturias og Galicia. Mjög góði karlar. Seinni túrinn sem ég var um borð vorum við á leiðinni frá Rotterdam til Norfolk USA. (Rútan var Reykjavík-Rotterdam-Norfolk-Reykjavík) Þegar við vorum staddir um 50 sjómílur norður af Asoreyjum þá stoppaði aðalvélin. Aðalvélin hafði brætt úr sér! Sem betur fer var mjög gott veður við staddir í Asoreyjahæðinni.
Þar vorum við á reki í 7 eða 8 daga meðan spánverjarnir tjösluðu vélinni saman og síðan var högt á SLOW ferð til Leixoes í Portugal. Þar var skipi í mánuð meðan gert var við aðalvélina. svo var haldið áram til Norfolk og þaðan til Reykjavíkur. og þá losaði Eimskip sig við skipið. Mér leið vel um borð spánverjarnir góðir karlar Þetta skip var mjög gott sjóskip, það kom vel í ljós á leiðinni frá Norfolk til Reykjavíkur þá lentum við í skíta brælu. Svona er að kaupa ódýrt!" Svo mörg voru þau orð Lúðvíks. Ég þakka honum innilega fyrir þetta og vona að ég hafi ekki brugðist trausti hans þó ég birti það. Það væri virkilega gaman að fleiri komi með svona sögur úr ferli sínum á sjó. Ég tala nú ekki um þegar um er að ræða skemmtilegar þannig af hálfgerðum "nýungum"
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5715
Gestir í dag: 228
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195808
Samtals gestir: 8372
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 22:05:02