13.01.2012 21:10

Tvö skip

Hér er skip sem ég tel mig hafa séð hér við land sem leiguskip Eimskip undir nafninu Hanseduo. Ég er þó ekki alveg viss.Mér finnst eitthvað vera hér sem ekki passar. En ef þetta er rétt hjá mér. Þá var skipið byggt hjá Sietas SY í Neuenfelde, Þýskalandi 1984. Sem CARAVELLE fyrir þarlenda aðila  Það mældist: 3999.0 ts 8350.0 dwt. Loa: 117.50 m brd: 20.40. m Það hefur gengið undir ýmsum njöfnum á ferlinum M.a:1984 KAHIRA - 1986 HOLCAN ELBE - 1986 CARAVELLE - 1988 EMCOL CARRIER - 1989 JOANNA BORCHARD 1995 KENT EXPLORER - 1996 SEA MARINER - 1998 HANSEDUO - 2004 ARMADA HOLLAND - 2004 HANSEDUO - 2005 MCC CONFIDENCE og 2009 HANSEDUO nafn sem það ber í dag undir fána:  Antigua and Barbuda


Hér er skipið sem Hanseduo


                     ©   Andreas Spörri

Það sem ég fæ ekki til að passa er ártalið 1998 við nafnið Hanseduo. En 1998 var ég eiginlega ekkert hér við land. En oft heyrði maður islendinga á stuttbylgunni og nafnið kannske stimplast inn þar.


Hér er Hanseduo sem Joanna Borchard



                       © Phil English


Annað skip Uranus hafði Samskip  á sínum snærum.. Mig minnir að ég hafi einhverntíma talað við vin minn Ómar Hillers um borð í þessu skipi  Uranus  var byggður hjá Sietas SY í Neuenfelde, Þýskalandi 1992 sem  Uranus. Það mældist: 5006.0 ts 6545.0 dwt. Loa: 116.70. m  brd: 18.20. m  Það hefur gengið undir nokkrum nöfnum: m.a 1997 GRACECHURCH SUN - 2002 LUCY BORCHARD - 2005 URANUS Nafn sem það ber í dag undir fána:Antigua and Barbuda

Uranus


                    ©  Hannes Rijn

Uranus


                    ©  Hannes Rijn
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5815
Gestir í dag: 242
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195908
Samtals gestir: 8386
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 22:49:19
clockhere