15.01.2012 17:17

COSTA CONCORDIA

Enn eru stórslys til sjós að ske. Nú er þetta glæsilega skip orðið að flaki. Og enn og aftur saka farþegar skipshöfnina um að hafa ekkert aðhafs við slysið. Ég man aldrei eftir öðru en þetta sé sagt eftir slíka atburði. Þegar talað er við farþega




                    © Lettrio Tomasello 

Ég var einusinni á ferju sem sigldi milli Ystad í Svíþjóð og Rönne á Bornhólm.. Og ég man þegar maður var að segja fólki til með leggja bílunum var sumt af því mjög erfitt og vildi ráða. Maður stóð stundum í ströngu við þá. Einnig var það svo að það var stranglega bannað að fara inn á "bíladekkið". Hásetar stóðu í miklu  stappi við að reka fólk af dekkinu. Þó það stæði með stórum stöfum að þeim dyrum sem að dekkinu voru að allur aðgangur væri bannaður.að dekkinu meðan skipið væri á ferð.



                    © Lettrio Tomasello 


Þetta var náttúrlega ekki að ástæðulausu því ef eitthvað skeði gæti fólki klemmst milli bíla. Ég hef oft vellt því fyrir mér hvort fólk sem á bágt með að hlýða skipshöfninni við eðlilegar ástæður geri það frekar þegar það er orðið ofsahrætt. Og hvað með tungumálin. En er ekki góðrar enskukunnáttu krafist af skipshöfnum þessara skipa. Og  þarna voru farþegar flestir ítalskir. En þeim er kannske flest annað gefið en kunnátta í erlendum málum. Mér er hugsað til skipstjórans. Hann á enga sæludaga framundan. En skipið var smíðað  hjá Sestri CN í Genoa-Sestri á Ítalíu 2006 sem Costa Concordia  Fyrir þarlenda aðila Það mældist: 114147.0 ts 10000.0 dwt  Loa: 290.20  m  brd: 35.50 m. Fáninn er ítalskur



                    © Lettrio Tomasello 
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5766
Gestir í dag: 235
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195859
Samtals gestir: 8379
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 22:26:56
clockhere