17.01.2012 18:15
Danica Red
Í Desember 1999 lenti danska flutningaskipið Danica Red í hremmingum í "Biscay Bay" Í virkilega slæmu veðri. Skipið hafði lestað akkeriskeðju fyrir borpalla í Bilbao til Aberdeen. Það fékk á sig öflugan sjó sem kastaði skipinu á hliðina. Þegar það rétti sig var það með 60° halla.Farmurinn hafði kastast mestallur yfir í stb síðu
Skipið á réttum kili

© Andreas Spörre
Skipstjórinn reyndi að rétta skipið með dælinguna. En það tókst ekki og hann sendi út neyðarkall Franskar þyrlur hífðu svo þrjá skipverja upp úr En skipstjórinn og stýrimaður urðu eftir um borð, og tókst þeim að koma skipinu til Brest
Við komuna til Brest 27 des 1999

© Yvon Perchoc
Skipstjórinn var þarna í sinni fyrstu ferð sem slíkur. Það gæti hafa haft sín áhrif. En hann viðurkenndi nú fyrir mér þegar við ræddum saman um þetta seinna að þetta hafi verið "bölvuð vitleysa" í sér. Og ég sjálfur hefði nú látið hífa mig upp og látið "dallinn" flakka. Þvi enginn vissi með vissu um ástandið. Það komst enginn niður í lest svo skipstjórinn hafði enga hugmynd um hvernig umhorfs var þar. Þessvegna hefði skipið geta farið í næsta broti En orsökin fyrir þessu og það sem líka bjargaði þeim var að lest skipsins var ekki "boxhold" en með millidekki með frekar litlum millidekkslúgum Keðjan kasta svo út í síðuna. En millidekkið hefur svo stoppað heila klabbið og forðað skipinu frá að hvolfa

© Yvon Perchoc
Skipið var byggt hjá Saksköbing M&S í Saksköbing Danmörk 1983 fyrir H. Folmer Kaupmannahöfn sem Danica Red. Það mældist 299.0 ts 950.0 dwt. Loa: 60.00.m brd: 9.70. Skipið er undir DIS fána

© Yvon Perchoc
Frakkarnir kölluðu vin minn Helge Andersen: skipstjóra "the ironman" í viðtölum þegar hann var kominn heilu og höldnu til Brest Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók í Bilbao við lestun á svona keðjum og við losun í Corpus Christi Texas Þegar ég tók þessar myndir var ég á Danica Sunrise.En það skip var með boxhold neðri lest og því minni hætta á að keðjan kastaðist til
Hér erum við að byrja á lestun í Bilbao
Þessar keðjur voru engin smásmíði. Ég man ekki elgur hve mikið hver hlekkur vóg Og eins og kannske má sjá var undirlestin á "Sunrise" boxhold. En millidekkið á "Red" var stærra. Þ.e.a.s millidekslúgurnar þar voru miklu styttri


Hér erum við að losa Í Corpus Christi


Skipið á réttum kili
© Andreas Spörre
Skipstjórinn reyndi að rétta skipið með dælinguna. En það tókst ekki og hann sendi út neyðarkall Franskar þyrlur hífðu svo þrjá skipverja upp úr En skipstjórinn og stýrimaður urðu eftir um borð, og tókst þeim að koma skipinu til Brest
Við komuna til Brest 27 des 1999
© Yvon Perchoc
Skipstjórinn var þarna í sinni fyrstu ferð sem slíkur. Það gæti hafa haft sín áhrif. En hann viðurkenndi nú fyrir mér þegar við ræddum saman um þetta seinna að þetta hafi verið "bölvuð vitleysa" í sér. Og ég sjálfur hefði nú látið hífa mig upp og látið "dallinn" flakka. Þvi enginn vissi með vissu um ástandið. Það komst enginn niður í lest svo skipstjórinn hafði enga hugmynd um hvernig umhorfs var þar. Þessvegna hefði skipið geta farið í næsta broti En orsökin fyrir þessu og það sem líka bjargaði þeim var að lest skipsins var ekki "boxhold" en með millidekki með frekar litlum millidekkslúgum Keðjan kasta svo út í síðuna. En millidekkið hefur svo stoppað heila klabbið og forðað skipinu frá að hvolfa
© Yvon Perchoc
Skipið var byggt hjá Saksköbing M&S í Saksköbing Danmörk 1983 fyrir H. Folmer Kaupmannahöfn sem Danica Red. Það mældist 299.0 ts 950.0 dwt. Loa: 60.00.m brd: 9.70. Skipið er undir DIS fána
© Yvon Perchoc
Frakkarnir kölluðu vin minn Helge Andersen: skipstjóra "the ironman" í viðtölum þegar hann var kominn heilu og höldnu til Brest Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók í Bilbao við lestun á svona keðjum og við losun í Corpus Christi Texas Þegar ég tók þessar myndir var ég á Danica Sunrise.En það skip var með boxhold neðri lest og því minni hætta á að keðjan kastaðist til

Þessar keðjur voru engin smásmíði. Ég man ekki elgur hve mikið hver hlekkur vóg Og eins og kannske má sjá var undirlestin á "Sunrise" boxhold. En millidekkið á "Red" var stærra. Þ.e.a.s millidekslúgurnar þar voru miklu styttri


Hér erum við að losa Í Corpus Christi


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3913
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194006
Samtals gestir: 8237
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:52:08