24.01.2012 00:25
Laggi II og hin skipin
Hallgrímir T Jónasson kom hér inn og sagði frá
árekstri sem Lagginn lenti í við þýskt flutningaskip á árunum rétt
fyrir 1960 Ég sett "rannsóknartólin" í gang og fann út að skipið lenti í
tveim árekstrum haustið 1959 Sá fyrri var við þýska skipið Ludolf
Oldendorff S- af Nova Scotia laugardaginn 25 Júlí Það var dregið inn
til Canada: En Laggi hélt áfram með stórlaskað nef.
Ludolf Oldendorff
.

Úr safni Rick Cox © ókunnur
Skipið var byggt hjá Orenstein Koppel Sy í Lubeck Þýskalandi 1952 fyrir þarlenda aðila. Það mældist 2388.0 ts 4550.0 dwt. Loa: 106.50. m brd: 14.80. Skipið gekk svo undir nokkrum nöfnum gegn um tíðina Síðasta fékk það 1981 Cefallonia Sun Skipið var tekið af skrá 1998
Ludolf Oldendorff
.
Úr safni Rick Cox © ókunnur
Skipið var byggt hjá Orenstein Koppel Sy í Lubeck Þýskalandi 1952 fyrir þarlenda aðila. Það mældist 2388.0 ts 4550.0 dwt. Loa: 106.50. m brd: 14.80. Skipið gekk svo undir nokkrum nöfnum gegn um tíðina Síðasta fékk það 1981 Cefallonia Sun Skipið var tekið af skrá 1998
En svona leit nefið á Lagga út
Myndirnar eru skannaðar úr Mogganum
En sagan er ekki öll. Þriðudaginn 3 nóv sama ár lendir Laggi aftur í árekstri nú fyrir utan Rotterdam og nú varð það svíi sem sigldi inn í bb síðu skipsins . Það má segja að svíinn sem hét Amazonas hafi gert tvær atrennur því fyrst kom hann á Laggann rétt aftan við hið nýlega stefni hans og síðan aftur og nú miðskips. Laggi stóðst árásina en var frá í þá 5 daga sem tók að gera við skemmdir.
Amazonas
© söhistoriska museum se
Skipið sem var kæliskip var byggt hjá Kockums MV í Malmö Svíþjóð 1943 fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 7371.0 ts 7885.0 dwt. Loa: 135.60.m brd: 17.40.m 1964 fær skipið nafnið Golden Wonder Það var rifið í Englandi 1973
© söhistoriska museum se
Og hér er Laggi nýr og óskemmdur

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Og hér rétt fyrir sjósetningu með "gamla nefið"

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér við sjósetninguna

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Ég þakka Hallgrími fyrir ábendinguna. Og það væri gaman ef fleiri gerðu svipað. Minntust einhverra atburða og ég reyndi svo að vinna úr því
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3913
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194006
Samtals gestir: 8237
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:52:08