20.02.2012 18:26

Múlafoss I í árekstri

Fimmtudaginn 24 febrúar 1977 um kl 2030 sigldi norska skipið Lys Point inn í bb hlið skips Eimskipafélags Íslands Múlafoss fyrir utan strönd Svíþjóðar Stór rifa fimm metra löng og þriggja m breið kom á bb síðu skipsins. Lys Point dró svo Múlafoss til Hamstad í Svíþjóð Múlafoss var á leið frá Gautaborg til Kaupmannahafnar þegar atvikið átti sér stað. Svona segir Morgunblaðið frá atburðinum þ  25 febr 1977




Lys Point dró svo skipið til hafnar í Halmstad eins og sést á myndunum. Eigendur Lys Point kröfðust svo björgunnarlauna. Ekki hef ég fundið hvernig það mál endaði Ég held að tjónavaldur í svona málum sé réttlaus Viðgerð á Múlafossi fór fram í Fredrecia í Danmörk og tók fimm daga.

Hérna myndirna kannske aðeins stærri



Og Þjóðvilinn 25 febr 1977



Mér skilst á blöðum að skyggni hafi verið sæmilegt og skipin hafi stefnt hvort á móti öðru. En þegar Múlafossmenn beygðu til stjórnborða hafi hitt skipið gert hið sama

Hér er Múlafoss óbrenglaður


                                © Hagbard



                                © ókunnur
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 1237
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 4912
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 253867
Samtals gestir: 10878
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 11:04:03
clockhere