13.03.2012 19:30
Stolið eða ekki stolið
Ég er eiginlega á báðum áttum hvað gera skal. Ég segi eins og maðurinn forðum:"ég hef heyrt því fleygt en má ekki með það fara" Þvi hefur verið íað að mér að menn telji mig fara "ruplandi og rænandi" um vefinn og steli ljósmyndum hægri, vinstri.Taki sjálfur sárafáar myndir en steli svo afgangnum af því sem ég birti hér Þessu er,ef rétt er, því að svara að ég hef komið mér upp sæg af ljósmyndurum bæði utanlands sem innan sem ég hef skriflegt leyfi frá að birtar þeirra myndir. Ég er með 6 síður af A 4 með nöfnum þessara manna já og kvenna. Ég birti hérna fyrstu og síðustu síðuna af þessum blöðum.
Hér er sú fyrsta


Ef einhver efast um tilurð þeirra fjögurra síðna sem á milli eru bið ég þá að senda mér rafpóst og ég skal senda þeim hinum sama síðurnar þannig.Ég hef haft gaman af að væflast í þessu þótt ég hafi látið athugasemdaskort og innlitarleysi fara í taugarnar á mér í fyrstu. En það er nú liðin tíð. Ég hef unnið þetta þannig að ég hef fengið hugdettu eða ábendingu um eitthvað skip þá hef ég leitað að því á "netinu"
Ef ég finn þar mynd af því athuga ég hver er eigandinn að myndinni. Sé hann á fyrgreindum lista hjá mér birti ég myndina. Ég skal játa það að stundum ef ég hef ekki náð í eiganda en © og nafn hans hefur verið á myndinni sjálfri hef ég tekið þær. En það er í sárafáum tilfellum þannig. Mér er það eiginlega þyngra en tárum taki ef það eru margir sem halda mig fara ránsferðir um "Netið" Og nú bið ég þá sem framangreindu halda fram að koma nú fram og segja sína meiningu. Og sýna fram á einhvern þjófnað ef þeir gruna hann. Ég skal fúslega viðurkenna að ég er enginn ljósmyndari enda heldur ekki með dýran rekstur hvað þá tækni varðar
ostalgia
Hér er sú fyrsta
Ef einhver efast um tilurð þeirra fjögurra síðna sem á milli eru bið ég þá að senda mér rafpóst og ég skal senda þeim hinum sama síðurnar þannig.Ég hef haft gaman af að væflast í þessu þótt ég hafi látið athugasemdaskort og innlitarleysi fara í taugarnar á mér í fyrstu. En það er nú liðin tíð. Ég hef unnið þetta þannig að ég hef fengið hugdettu eða ábendingu um eitthvað skip þá hef ég leitað að því á "netinu"
Ef ég finn þar mynd af því athuga ég hver er eigandinn að myndinni. Sé hann á fyrgreindum lista hjá mér birti ég myndina. Ég skal játa það að stundum ef ég hef ekki náð í eiganda en © og nafn hans hefur verið á myndinni sjálfri hef ég tekið þær. En það er í sárafáum tilfellum þannig. Mér er það eiginlega þyngra en tárum taki ef það eru margir sem halda mig fara ránsferðir um "Netið" Og nú bið ég þá sem framangreindu halda fram að koma nú fram og segja sína meiningu. Og sýna fram á einhvern þjófnað ef þeir gruna hann. Ég skal fúslega viðurkenna að ég er enginn ljósmyndari enda heldur ekki með dýran rekstur hvað þá tækni varðar
ostalgia
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52