17.03.2012 13:47

Leiguskip fyrir 70 árum

1942 eða fyrir sjötíu árum geysaði orustan um Atlantshaf. Og skæðust var hún á N-hluta hafsins. Það gefur augaleið að leiðin með aðföng og útflutning til og frá landinu okkar var erfið. Kafbátar tundurdufl flugvélaárásir voru má eigilega segja daglegt brauð. Og ekki má gleyma hafinu sjálfu með sínu þungu öldu, hafís já og ísingu. Ég hef stundum hermt orð Churchill um enska flugherinn upp á íslenska sjómenn Í WW2:  "never was so much owed by so many to so few" En það voru fleiri en íslenskir sjómenn sem hættu lífi sínu til að íslendingar hefðu eitthvað tið að bíta og sérstaklega brenna. Það skip sem af erlendum leiguskipum árið 1942 fór flestar ferðir eða níu til Englands Var skip að nafni Horsa

 Hér sem Endrick     


                                                                                           © Photoship
Skipið  var byggð hjá Ramage & Ferguson S.Y í Leith Skotlandi 1928 sem Horsa Fyrir þarlenda aðila Það mældist 834.0 ts 979.0 dwt. Loa: 70.50 m brd: 10.90 m. 1956 fær skipið nafnið :ENDRICK. Það var rifið í Willebroek Belgíu í júni 1959



                                                                                         © Photoship


Skipið sem næst kom með átta ferðið var Lyra

Lyra



                                                                                         © Photoship

Lyra var smíðuð hjá Vulcan-Werke í Stettin-Bredow sem þá tilheyrði Þýskalandi 1912 sem PRINZ EITEL FRIEDRICH.Það mældist: 1475.0 ts. 1612..0 dwt. Loa: 73.40. m brd: 18.50 m 1914 Tekið kyrrsett í  St Petersburg fær nafnið " Fert ".Síðan sama ár tekur Rússneski sjóherinn skipið yfir og breitir því í tundurduflalagnings skip Skírt Ural Rússar skila skipinu aftur 1918 og fær það fyrra nafn Prinz Eitel Fredrich1922 fær skipið nafnið Schlesien 1925


                                                                                         © Rolf Guttesen

Selt til  "Det Bergenske Dampskipselskap" Bergen Noregi fær nafnið Lyra. 1940 - 45 undir stjórn Nortraship.
1954 Selt Sivert Bakke Bergen Noregi og fær nafnið ,Nora 1954 Selt  Adel Abadul Wahab Beirut  Libanon og fær nafnið Lyra1998 strandar skipið í Rauðahafi ( 28°13´N 033°3 A) Það skip sem næst kemurí röðinni hvað ferðir  til Englands varðar  er pólskt skip sem hét Puck Það fór átta ferðir eins og Lyra

Puck


                                                                                         © ókunnur

Skipið  var byggt hjá Swan, Hunter & W.Richardson SY í Low Walker Bretlandi sem Puck 1935 fyrir pólska aðila. Það mældist: 825.0 ts 1065.0 dwt Loa:  71.00. m brd: 11.10 m  1948 fær skipið nafnið CAROLA M. - 1950 TORRES - 196 CAMPIDANO Það er svo rifið  á Ítalíu í júni 1971
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere