06.04.2012 12:18
Fjallfoss IV
Ég held að Fjallfoss IV hafi tilheyrt flokki "óhappaskipa". Ekki ætla ég mér meir úti í þann hræðilega soglega atburð sem skeði við skipið aðfaranótt 10 febr. 1984 á Grundartanga
Hér er skipið sem Lisa Heeren
Skipið var byggt hjá Brand SY í Oldenburg Þýskalandi 1977 sem Lisa Heeren Fáninn var þýskur. Það mældist: 999.0 ts, 1683.0 dwt. Loa: 72.60. m, brd: 11.80. m Eimskipafélagið keypti skipið 1984. Notaði það t.d með ísfisk í gámum út og svo stykkjavöru frá Garston ( England) heim. Skipið var selt úr landi ( kínverjum??? ) 1989 og skírt PERINTIS. Fáninn var Panama.
Hér sem Fjallfoss IV
© Ric Cox
Ekki tókst betur til í fyrstu ferðinni fyrir nýja eigendur en svo að skipinu hlekktist á í enska kanalnum Það mun hafa lagst á hliðina. Áhöfninni var bjargað frá þyrlum. Svö sökk skipið á 49°.53´N 003° 05´W Þetta þótti/þykir alvarlegt umhverfisslys minnir mig . En gámar með hættulegum efnum voru á reki í kanalnum og ráku svo upp á ensku ströndina. Ég held að slatti af þeim hafi aldrei fundist
© Derek Sands
© Yvon Perchoc
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5568
Gestir í dag: 202
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195661
Samtals gestir: 8346
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 20:56:26