14.04.2012 19:04

ATLANTIC CRUISER

ATLANTIC CRUISER heitir þetta skip. Það var tekið í morgun á austanverðu Miðjarðarhafi. Skipið var hlaðið vopnum sem landsetja átti í sýrlensku borginni Tartu. Ég er alveg viss um að fólk á erfitt að gera sér grein öllum þeim peningum sem liggja í vopnasölu.

ATLANTIC CRUISER


                                                                                                  © José A. Sánchez 

Og svo sannarlega til umhugsunnar að Svíar sem vilja láta líta á sig sem friðelskandi þjóð eru meðal stærstu vopnasala heims. Flestöll skip skipafélagsins sem ég starfaði hjá erlendis eða í 15 ár voru útbúin til slíkra flutninga. Við fluttum mikið af vopnum frá annari friðelskandi þjóð eða USA til landa við austanvert Miðjarðarhaf. Og við Pertsaflóann. Ég man margar slíkar frá Vilmington USA og endastöðin ævinlega Kuvait



                                                                                                  © José A. Sánchez 

Skipið var byggt hjá Gdanska-Gdynia í Gdansk Póllandi 2001  sem BBC ITALY Fáninn var: ATG Það mældist: 6204.0 ts, 7612.0 dwt.  Loa: 107.80. m, brd: 18.20. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 2001 BUCCANEER   2003 BBC ITALY   2011 ATLANTIC CRUISER Nafn sem það ber í dag undir sama fána þ.e.a.s. Antigua and Barbuda

 Dansus


Svona til dæmis um peningana í þessum vopnaviðskiftum þá var þetta skip sendt  frá Ítalíu til Honduras, með eitt st 20 feta gám með vopnum,. Yfir 5000 sml leið. Ég veit þetta því skipstjórinn í ferðinni var er vinur min

                                                                                                       © Myjan


Dansus var byggt hjá Nordsöværftet 1985 sem  DANSUS Fáninn var danskur Það mældist: 1042.0 ts, 1050.0 dwt.  Loa: 65.50. m, brd:10.10. m Skipið hefur aðeins gengið undir þrem nöfnum:  2005 MIRELLA   2007  ITT PANTHER Nafn sem það ber í dag undir fána Indlands
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5766
Gestir í dag: 235
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195859
Samtals gestir: 8379
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 22:26:56
clockhere