27.04.2012 18:45

Skemmtilegur félagi fallinn frá

Þetta á að vera síða um kaupskip og þá ekki síður mennina sem sigldu á þeim.Nú var einn þeirra manna sem sigldu á slíkum skipum að falla frá. Ásgeir Þór Davíðsson oftast kenndur við veitingastað sem hann rak Goldfinger.

Ásgeir Þór Davíðsson




Geiri eins og hann var kallaður í daglegu tali var einn sá alskemmtilegasti maður sem ég var með til sjós. Leiðir okkar lágu saman á m/s Stuðlafossi fyrir ca 35 árum síðan. Hann leysti þá þar af sem matsveinn. Og sama sagan þar, einn af þeim bestu matsveinum sem ég hef siglt með. Við héldu kunningsskapnum við og höfðum samband endrum og eins. Ásgeir Þór Davíðsson var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag.

Það má segja að þeir urðu eiginlega samferða burt Ásgeir Þór og gamla varðskipið Þór. Eiginlega alnafnar og sennilega gamlir félagar ef svo mætti að orði komast. Brottför skipsins fagnað af mörgum, en mannsins syrgð af öllum af þeim sem þekktu til þeirra beggja

Þór




Svona segir DV frá athöfninni

"Yfir fjögur hundruð manns voru viðstaddir þegar Ásgeir Þór var jarðsunginn af séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Á meðal þeirra sem heiðruðu minningu Ásgeirs voru Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Þorsteinsson, oftast kenndur við Krossinn, Garðar B. Gunnlaugsson knattspyrnukappi, bræðurnir Illugi og Hrafn Jökulssynir, 


Skipið okkar Geira Stuðlafoss




Athöfnin var látlaus og falleg þar sem kór söng meðal annars sálmana Drottinn er minn hirðir og Í bljúgri bæn. Þá flutti Hjördís Hjaltested lagið Stand by Your Man sem söngkonan Tammy Wynette flutti um árið. Hjördís flutti einnig lagið My Heart Will go On sem kanadíska söngkonan Céline Dion gerði ódauðlegt í kvikmyndinni Titanic." Og mig langar að taka orð Braga Kristjónssonar mér í munn er hann skrifar í minningargrein í Morgunblaðinu um Geira í dag:"tek hatt minn ofan í virðingu við hinn látna veitingamann, sem átti sannarlega margar góðar hliðar í því görótta lífi, sem hann lifði í rökkurheimum lífsins"
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10
clockhere