01.05.2012 19:38
Victory skip II
Kaupskipafloti
bandamanna lék stórt hlutverk í að vinna stríðið. Áætlað var að þau
hafi flutt 85% af hermönnum, skotfæri og vistium sem notuð voru til að
styðja við átök bandamanna bæði í Evrópu og Kyrrahafinu
Lane Victury
Victory skip sinntu einnig mikilvægu hlutverki á Kóreustríðið og Víetnam stríðinu. Fluttu þúsundir flóttamanna til frelsis og fluttu matvæli búnað og skotfæri til þessara svæða.
America Victory ílla ryðgaður
Hér heldur skárri
Victory skip voru í fararbroddi á
uppbyggingunni í Bandaríkjunum sem og bandamanna þeirra og varð
"workhorses" fyrir bandaríska sjóleiðis verslun eftir stríð. Til að flytja amerískar vörur um heim allan í í sambandi við Marshallhjálpina .
Vitory skip í hernaði
Hundruð voru seld eða leigð til erlendra ríkja til notkunar sem venjuleg kaupskip og sumum var jafnvel breytt fyrir þjónustu við farþega. Enn önnur voru t.d notuð sem ratsjárnjósnaskip fyrir gervitungl og rekja slóðir skipa fyrir bandaríska sjóhernum. Sum þessara skipa voru enn í rekstri 50 árum eftir smíði þeirra
Skip af Haskell-class attack transports-gerðinni
Þau flokkuðust þannig
Built Type Notes
272 VC2-S-AP2 6,000 hp (4.5 MW) general cargo vessels
141 VC2-S-AP3 8,500 hp (6.3 MW) vessels
1 VC2-M-AP4 Diesel
117 VC2-S-AP5 Haskell-class attack transports
3 VC2-S-AP7 Post war completion
"The Haskell-class attack transport" voru sérhönnuð skip þó af Victory-gerðinni til að taka virkan þátt í orustum og flytja hermenn og tók þeirra. Þau voru t.d mjög virk í stríðinu á Kyrrahafi. M.a á Iwo Jima og Okinava
Skip af Haskell-class attack transports-gerðinni að losa á Iwo Jima
Skip þessum flokki voru meðal fyrstu skipa bandamanna inn á Tokyo Bay í lok síðari heimsstyrjaldar Nokkur skip af Haskell gerðinni voru ný fyrir Kóreustríðið, og tóku að sjálfsögðu þátt í henni og mörg af þeim voru notuð í Víetnam stríðinu..Þekktasta Victory skip sem eldri íslendingar ættu að muna var: "Haiti Victory" Skipinu sem Magnús heitinn Runólfsson
stýrði svo snildarlega út úr Reykjavíkurhöfn, þegar það var að slitna
frá Faxagarði í des 1956.
Red Oak Victory sem er orðið að safni
Með þessu forðaði Magnús miklum skemmdum bæði á hanarmannvirkjum og skipum og bátum sem í höfninni voru. Ég vil að lokum minna enn á að þetta á ekki að taka sem einhvertja sagnfræði. Heldur kannske til að vekja áhuga manna á þessum skipum sem áttu sinn stóra þátt í að frelsi og sigur vann að lokum.
Red Oak Victory
Og ég vil benda mönnum á hina stórbrotnu bók Magnúsar Þórs Hafsteinssonar"Dauðinn í Dumshafi" Þar sem þessi skip komu heldur betur við þá sögu á margan hátt. Mörgum þótti bókin of þung fyrir svona "good night story". En nú er bókin komin út sem kilja svo hún er virkilega meðfærilega við hliðina á betri helmingnum. Og hvet ég menn til að verða sér út um hana. Þ.e.a.s þá sem ekki hafa enn lesið hana. Og að endingu, myndir í þessum færslum eru fengnar að "láni" víðsvegar af Netinu
Hið fræga skip Haiti Victory


Leið sem skipið fór út úr Reykjavíkurhöfn

Syrpa af myndum af skipunum
Victory skip orðin að "herskipum"
Að lokum aulýsing frá USA á stríðsárunum