18.05.2012 15:18
Crystal Serenity,
Crystal Serenity og Herjólfur
© Óskar Óla
Skipið var byggt hjá
Atlantique (Alsthom) í
St Nazaire Frakklandi 2003 sem CRYSTAL SERENITY Fáninn var Bahamas Það mældist: 68870.0 ts, 10810.0 dwt. Loa: 250.00. m, brd: 32.30. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fánin er sá sami
Crystal Serenity
© Oli Ragg
Það var nú svo að vissi ég ekkert um komu þessa skips hér til eyjunnar í morgun. Enda sokkarnir mínir ævinlega níðþröngir fram yfir hádegi. En þarna kom gamall vinur og skólabróðir Óskar Ólafsson "letinganum" til hjálpar. Lét hann vita og meir sendi mér mynd sem ég þakka honum kærlega fyrir. Ég hundskaðist svo sjálfur í sokkana og út á hraun og tók svo meðfylgandi myndir

© Oli Ragg

© Oli Ragg
Svo eru hér tvær myndir erlendum vini mínum

© Will Wejster

© Will Wejster