Uppfinningamaðurinn og teiknarinn
Sigmund Jóhannsson Baldvinsen lést í morgun, 81 árs að aldri eftir erfið
veikindi. Sigmund var þekktastur fyrir uppfinningar sínar en hann
hafði mikinn áhuga á öryggismálum sjómanna og hannaði m.a. sjálfvirkann
sleppibúnað fyrir björgunarbáta sem hefur bjargað mörgum mannslífum. Þá
teiknaði hann um áratugaskeið skopmyndir fyrir Morgunblaðið, sem fyrir
löngu hafa skapað sér fastan sess í huga þjóðarinnar. Hægt er að skoða
myndirnar á www.sigmund.is/
19.05.2012 21:52
Mikill vinur sjómannsins fallinn frá
Það er óhjákvæmilegt annað en að internetsíða sem fjallar um skip eða sjómennsku hverrar tegundar hún er, minnist hins hugvitsama vélstjóra, teiknara og uppfindingamaður Sigmund Jóhannsonar Ég þekkti ekki mannina. Þessvegna ætla ég að fá þetta "lánað" frá http://www.eyjafrettir.is
Andlát - Sigmund Jóhannsson Baldvinsen
Andlát - Sigmund Jóhannsson Baldvinsen
Vikublaðið Fréttir valdi Sigmund
Eyjamann ársins árið 2011. "Sigmund hefur í gegnum árin verið
frumkvöðull í öryggismálum sjómanna, auk þess sem hann var samviska
þjóðarinnar um áratugaskeið í gegnum skopmyndir í Morgunblaðinu," var
sagt við afhendinguna í janúar á þessu ári.
Á Heimaslóð.is segir þetta um Sigmund:
Sigmund
Jóhannsson Baldvinsen fæddist 22. apríl 1931 í Noregi og kom til
Íslands þriggja ára gamall. Faðir Sigmund er íslenskur en móðir hans er
norsk. Sigmund er kvæntur Helgu Ólafsdóttur. Þau eiga tvo syni, Ólaf
Ragnar sem býr í Noregi og Hlyn fyrrverandi lögregluþjón í
Vestmannaeyjum. Áður átti Sigmund soninn Björn Braga, vélstjóra.
Sigmund er menntaður vélstjóri og fann hann meðal annars upp sjálfvirkan sleppibúnað gúmmíbjörgunarbáta.
Sigmund
er einna þekktastur fyrir skopmyndir sínar í Morgunblaðinu. Fyrsta mynd
hans í Morgunblaðinu birtist 25. febrúar 1964 og tengdist Surtsey og
fyrstu landgöngu þar. Í Heimaeyjargosinu árið 1973 varð Sigmund
fastráðinn við Morgunblaðið og hefur skopmyndateiknun verið aðalstarf
hans frá þeim tíma. Sigmund hefur einnig myndskreytt bækur og hefur
meðal annars unnið í samstarfi við Árna Johnsen.
Þann
15. desember 2004 keypti íslenska ríkið 10 þúsund teikningar eftir
Sigmund og hyggst gera þær aðgengilegar fyrir almenning á Netinu.
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 761
Gestir í dag: 269
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196971
Samtals gestir: 8680
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 14:41:05