20.05.2012 13:45

Margrete Læsø

Það er eitthvað óstuð á ferjum í Baltic sea og nágrenni nú um stundir. Um kl 20 LMT á lagardagskvöld þegar "Læsøfærgen" Margrete Læsø var að fara út úr höfninni í Frederikshavn  biluðu stjórntæki hennar. Skipstjórinn gat ekki stjórnað hraða skipsins. Þ.e.a.s gat hvorki minnkað hann eða aukið.

                                                                                             © Peter Langsdale

Hann valdi þá að sigla á bryggu sem ekki tilheyrði ferjulæginu..En á allmikilli ferð. Við þetta köstuðust bæði farþegar og bílar til. Ein kona braut rifbein og var lögð inn á sjúkrahús en margir fengu slæma byltu og skrámur. 5 eða 6 bílar á bíladekki skemmdust. þegar þeir köstuðust til. Um 150 farþegar voru um borð þegar óhappið varð.


                                                                                             © Peter Langsdale


Skemmdir urðu á "peru" skipsins. En eftir frumrannsókn og viðgerð á stjórntækjum var skipinu leyft að klára þá ferð sem það var lagt af stað í. Það sigldi svo rakleitt aftur til Frederikshavn, þar sem kafarar könnuðu skemmdir nánar. M.a. þurfti að sjóða í rifur á peru .Skipið hóf svo venjulegar siglingar aftur um 1300 LMT í dag



                                                                                                © Peter Langsdale

Skipið var byggt hjá Nordsöværftet í Ringkobing Danmörk 1997 sem : LÆSÖFÆRGEN  Fáninn var danskur Það mældist: 3668.0 ts, 480.0 dwt.  Loa: 69.00. m, brd: 16.30. m Skipið hefur gengið undir tveimur nöfnum en 1997 fékk skipið strax nafnið 97 MARGRETE LÆSÖE Nafn sem það ber í dag undir sama fána

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 794
Gestir í dag: 283
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 197004
Samtals gestir: 8694
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 15:03:23
clockhere