08.06.2012 18:00
Júni 1958
Selfoss

Og þann 14 var Sementsverksmiðjan á Akranesi tekin í notkun.. Í tilefni af því var þv forseta landsins Ásgeir Ásgeirssynu gefið hálft annað tonn af sementi. Nú veit ég ekki hvort CEMISLE sem losaði sement á Akranesi um daginn er fyrsta skipið sem "losar" sement" á Akranesi á þeim tæpum 54 árum sem liðin eru frá því að bóndinn á Bessastöðum fékk sitt sement.
Freyfaxi heitir hér Stilen

© Frits Olinga-Defzijl
En ef svo er finnst mér að sá sem býr þar nú hefði nú átt að fá þó ekki hefði verið annað en slatta í poka.. Það má nú segja að nú sé "Snorrabúð stekkur" Búið að hrekja sementframleiðslu úr landi og leggja niður alíslenskan kaupskipaflota. Þá meina ég þau skip sem hafa okkar fallega fána í skut
CEMISLE Hér áður en skipinu var breytt fyrir sementflutninga

© HenkGuddee
Selfoss
Skipið var byggt hjá Ålborg Værft í Ålborg Danmörk 1958 sem Selfoss Fáninn var íslenskur Það mældist: 2339.0 ts, 3460.0 dwt. Loa: 102.30. m, brd: 15.80. m Skipið var selt úr landi 1982 og fékk nafnið Elfo. Það var rifið í Pakistan ( Gadani Beach ) 1985

© ókunnur
Freyfaxi
Skipið var byggt hjá Aukra Bruk í Aukra Noregi 1966 sem Freyfaxi Fáninn var íslenskur Það mældist: 971.0 ts, : 1397.0 dwt. Loa: 65.00. m, brd: 12.10. m Skipið var selt innanlands 1983 og fékk þá nafnið Haukur. Hvort honum var svo flaggað út 1999 veit ég ekki en hann fékk það ár nafnið HAUKUREN og svo 2000 AUKUREN - 2005 STRILEN - 2006 FREYFAXI Skipinu hlekktist á í des 2011 á 56° 39´N og 016°.22´0 A á leiðinni frá Wismar til Oskarshamn í ballast
© Frits Olinga-Defzijl
CEMISLE
Skipið var byggt hjá Polnocna í Gdansk Póllandi 2000 sem Gdynia Fáninn var Kýpur Það mældist: 3930.0 ts, 5183.0 dwt. Loa: 100.60. m, brd: 16.60. m Skipið var breitt 2009 til sementflutninga. Það hefur gengið undir þessum nöfnum: 2005 TOPAZ - 2007 GRIMSNIS 2009 CEMISLE Nafn sem það ber í dag undir fána Antigua and Barbuda
© Henk Guddee
© Henk Guddee