16.06.2012 19:10

Ana Paula ex Hvassafell

Ana Paula ekki "Amapola" eins og sungið var á mínum yngri árum hét  þetta lasna skip sem hér sést á fyrstu myndinni.

Ana Paula

                                                                                 Úr safni  Marijan Zuvic

Þarna liggur þetta skip sem ég held eftir mínu görótta minni hafi verið fyrsta flutningaskipið sem íslendingar fengu nýtt beint frá skipasmíðastöðinni Eftir WW 2 Að síðustu lá svo skipið í tvö ár í Brodogradiliste «Jozo Lozovina Mosor» shipyard í Króatíu. Og eftir nauðungarsölu þ 14 mars 1969 kom það 15 mai sama ár til  Sveti Kajo shipyard í Split í sama landi þar sem það var rifið.

Hvassafell

                                                                                 © photoship


Skipið var byggt hjá Ansaldo Cerusa í Voltri Ítalíu sem Hvassafell Fáninn var íslenskur Það mældist: 1690.0 ts, 2300.0 dwt.  Loa: 83.60. m, brd: 12.30. m Skipið gekk aðeins undir tveim nafnum en það var selt til Portúgal 1964 og fékk það nafnið Ana Paula



                                                                                © söhistoriska museum se

Ég man eftir hvað þetta skip þótti glæsilegt þegar það kom fyrst í Borgarnes. Sem hefur sennilega verið fljótlega eftir að það kom nýtt til landsins. Og ég man hve ég öfundaði einn af æskufélögunum af að eiga bróðir þar um borð. Ekki man ég nú alveg eftir hvort bróðir hans Jón Danielsson var þarna í byrjun en mig minnir að hann hafi komið þangað fljótlega. Annar borgnesingur Helgi Ólafsson var líka mikið á þessu skipi. Og þeir geta hafa verið fleiri þó ég muni það ekki


                                                                                © söhistoriska museum se
Góður velunnari síðunnar Guðmundur Guðlaugsson benti mér á efnið í þremur síðustu færslunum og kann ég honum miklar þakkir fyrir


                                                                                © söhistoriska museum se
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere