18.06.2012 18:05

Arnarfell I

Fyrir fyrnalöngu eða þegar ég var unglingur var "Nýsköpunin" í fullum gangi.Þ.e.a.s árunum strax eftir WW2. En þrátt fyrir mikla mannskaða miðað við fólksfjölda urðu íslendingar ríkir á stríðinu. Þá stjórnuðu andstæðir "pólar" landinu. Þ.e.a.s, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistar

Arnarfell I

                                                                            © Hawkey01 Shipsnostalgia
Margir hafa haldið því fram að þetta hafi verið sú albesta ríkisstjórn sem þessu landi hafi stjórnað. Ekki legg ég dóm á það. En það var bjart yfir fyrir unga sjómenn þess tíma. Hvort sem, þeir tilheyrðu far eða fiskimennsku. Ný skip komu jafnvel mánaðarlega beint úr skipasmíðastöðvum. 

                                                                                       © söhistoriska museum se


En nú er "Snorrabúð stekkur" En tvö af þeim skipafélögum sem þá þekktust eru eiginlega á lífi í dag, þótt með aðeins breittu nöfnum. Þótt hvorugt beri þá gæfu í dag að vera með sín glæsilegu skip undir fallegasta fána heim En ekki meira um það.  Mér hefur alltaf þótt annað skip Skipadeildar SÍS,  Arnarfell vera með fallegustu skipum sem við höfum átt. Ekki margir sammála mér þarna.


                                                                                       © söhistoriska museum se


Skipið var byggt hjá Sölvesborgs Varvs & Rederi Sölvesborg Svíþjóð 1949 Rederi sem Arnarfell, fyrir Skipadeild SÍS Heimahöfn Húsavík Það mældist: 1381.0 ts, 2300.0 dwt.  Loa: 88.80. m, brd: 12.40. m Skipið var selt úr landi 1973 og fékk nafnið ALEXIA og 1979 ELAFRIC Nafn sem það bar þar til það var rifið  hjá Eleusis Shipyards SA, Eleusis Grikklandi í desenber 1983




                                                                                       © söhistoriska museum se


                                                                                       © söhistoriska museum se
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 6071
Gestir í dag: 265
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196164
Samtals gestir: 8409
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:54:53
clockhere