24.06.2012 20:04
ALAED
Flutningaskipið
ALAED hefur aldeilis verið í heimsfréttum undanfarið. En skipinu var snúið við á leiðinni til Sýrlands með árásarþyrlur. Mikill skrípaleikur og leynd hefur verið yfir ferð skipsins. 17 júni var skipið sagt á leið frá St Petersbourg til Vladivostok eftir AIS kerfinu. En í raun og sannleika kom það til Baltiysk,þekktrar herstöðvar við Baltic sea þ 10 Og yfirgefa svo þá höfn þ 11 .Það var svo þ 19 að bretar snéru skipinu við út af strönd Skotlands. Skipið sem er skráð í Curacao mun nú vera á leið til Murmansk. Þar mun eiga að breyta skráningu þess svo erfiðara mun verða fyrir Vesturveldin að stöðva skipið án þess að "móðga" risann í austri. Rússar halda því fram að þyrlurnar í farmi skipsins séu í eigu Sýrlendinga. Þær hafi bara verið til viðgerðar í Rússlandi.
Skipið var byggt hjá Zhejiang Aoli í Kína 2020 sem AO LI 8 Fáninn var Belize Það mældist: 7579.0 ts, 9000.0 dwt. Loa: 122.20. m, brd: 19.80. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum. En 2011 fékk það nafnið ALAED Nafn sem það ber í dag undir fána Curacao allavega enn
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4310
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194403
Samtals gestir: 8263
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:58:39