10.08.2012 17:22

Manhattan

Þetta skip hét Manhattan. og var í eigu "United States Lines" Og sigldi á "línunni" USA ,Bretland Þýskaland: Ástæðan fyrir að ég er að birta myndir af því hér, er að það var sennilega frægast fyrir að flytja bandarísku þátttakendurna í ólympíuleikunum í Berlín 1936. Þar fór fremstur í flokki blökkumaðurinn Jesse Owens. Sem vann til fjögurra gullverðlauna á leikunum

Manhattan

                                                                                                          © photoship

Frægt er orðið þegar Hitler "strunsaði" út af leikunum eftir sigur Owens í 100 m hlaupinu. Og neitaði að taka í hendina á Owens. Þetta þótti ameríkumönnum ( já og fleirum ) stórhneyksli..

Fræg mynd frá Olimpíuleikunum 1936




En þegar Owen kom svo til heimalandsins fékk hann t.d. ekki að ganga inn um sömu dyr á strætisvögnum og hvítir menn.Og eins og Hitler sem neitaði að taka í hendina á Owens gerði Franklin D. Roosevelt  það heldur ekki. Owens fékk eiginlega ekki verðskuldaðan sóma frá bandarísku þjóðinni fyrr en Gerald Ford  forseti veitti honum Presidential Medal of Freedom 1976.En Owens lifði aðeins fjögur ár eftir það

Manhattan


                                                                                                          © photoship

Skipið  var byggt hjá New York SB í Camden, NY USA sem Manhattan 1932 Fáninn var USA  Það mældist: 24289.0 ts, ???.0 dwt. Loa: 203.70. m, brd: 26.30. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum á ferlinum En 1941 fékk það nafnið WAKEFIELD Frá janúar 1940 hætti skipið að sigla fyrri rútu og sigldi þar til júni 1940 New York Genoa Í janúar 1941 þegar skipið var í strandsiglingum við Atlanthafssrtönd USA, á leið út af Flórída strandaði það við Palm Beach.. Það náðist á flot aftur eftir 22 daga. Flotinn tók svo skipið yfir eftir það og fékk það nafnið USS Wakefield Það var svo rifið í Kearny USA ímars 1965

Manhattan


                                                                                                          © photoship
Meira skeði í fyrrgreindri ferð. Ein sundkona sem sagt var að ætti gull víst á leikunum var vikið úr liðinu fyrir "fyllirí" á leiðinni.

Hér á strandstað 1941


                                                                                                          © photoship

Hér er Manhattan sem USS Wakefield


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere