15.08.2012 17:25

Saga

Sennilega erum við að missa eitt skipið úr hinum fjölflaggaða kaupskipaflota hérlendis Eftirfarandi er fengið að "láni" af Dagblaðinu

Axel

                                                                                           © Gena Anfimov
"Rússneskur skipstjóri flutningaskipsins Axels flúði með það úr Akureyrarhöfn að kvöldi dags þann 28. júlí síðastliðinn. Líklegt þykir að hann hafi verið undir þrýstingi frá eiganda skipsins. Skipið hafði verið kyrrsett í höfninni af sýslumannsembættinu á Akureyri, en kyrrsetningin var gerð að beiðni skiptastjóra félaganna Dregg ehf. og Dregg Shipping ehf. Félögin, sem nú eru gjaldþrota, voru í eigu Ara ­Axels Jónssonar, athafnamanns á Akureyri. Þau héldu utan um rekstur flutningaskipsins áður en hann var færður yfir á annað félag í Færeyjum í vor.

Það gustar kalt um skipið nú um stundir


                                                                                           ©
Gena Anfimov

Axel varð Saga

Flutningaskipið hefur síðustu viku hringsólað löturhægt við strendur Noregs, en þann 9. ágúst skipti það um nafn og heitir nú Saga. Heimildarmenn DV eiga erfitt með að sjá hvernig skip getur skipt þannig um ham úti á miðju ballarhafi. Samkvæmt nafnabreytingunni verður það því nýtt skip sem leggur að bryggju á næsta viðkomustað - það verður ekki flutningaskipið Axel sem braut gegn kyrrsetningarúrskurði lögregluyfirvalda á Íslandi, heldur flutningaskipið Saga, með hreinan skjöld". Tilvitnun lýkur



                                                                                           © Gena Anfimov

Í blíðunni hér í Eyjum meða allt lék í lyndi. Allavega á yfirborðinu


                                                                                           © óliragg

Skipið var byggt hjá Örskov Christensens i Frederikshavn Danmörk 1989 sem GREENLAND SAGA Fáninn var danskur Það mældist: 2469.0 ts, 3200.0 dwt. Loa: 87.10. m, brd: 14.60. m Skipið hefur nú aðeins gengið undir þrem nöfnum En 2007 komst skipið í íslenska eigu og undir færeyiskan fána???  og nafnið Axel Og svo nú hefur það fengið nafnið Saga . Töluvert þekkt nafn úr íslenskri kaupskipasögu.




                                                                                           © óliragg
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 6071
Gestir í dag: 265
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196164
Samtals gestir: 8409
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:54:53
clockhere