16.08.2012 08:04
Gamlar "Sögur¨"
Fyrsta skipið sem fékk nafnið Saga í íslenska kaupskipaflotanum sáluga var keypt til landsins 1973. Það gerði félag að nafni Sjóleiðir h/f. Að því félagi stóðu m.a bræðurnir hinn stórskemmtilegi skipstjóri Sigurður heitinn Markússon og Jóhannes flugstjóri sem einnig er látinn. Skipið sinnti siglingum til og frá landinu. Einnig allsslags leigusiglingum erlendis. Þeir seldu skipið svo til Beirut 1977
Hér sem Bore X

© shipsmate 17

© Ray Perry

© ókunnur
Hér sem Bore X
© shipsmate 17
Skipið var byggt hjá Oskarshamns Varv í Oskarshamn Svíðþjóð 1963 sem Bore X Fáninn var finnskur Það mældist:1269.0 ts, 1859.0 dwt. Loa: 71.60. m, brd: 11.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1972 BORINA - 1973 SAGA - 1977 MADIMAR. Nafn sem það bar að síðustu undir fána Libanon. En skipið strandaði og sökk svo á 18-03-1981 á 19°.15´4 N 038°.02´0 A Á leiðinni frá Constanta (Rúmeníu ) til Assab Eritreu ( við Rauðahaf ) hlaðið stykkjavöru
© Ray Perry
© ókunnur
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3078
Gestir í dag: 198
Flettingar í gær: 4912
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 255708
Samtals gestir: 10978
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 20:18:36