04.09.2012 12:34
LISA D
Enn er verið að taka ölvaðan skipstjóra á fjölfarinni siglingaleið.
Þessi "coaster" LISA D var stöðvaður á laugardagskvöldið 1 sept í
Eyrarsundi á leiðinni frá Gautaborg til Gdansk. Eitthvað þótti sigling
skipsins undarleg . Lögreglan í Kaupmannahöfn stöðvaði það svo S af
Amager og lét skipstjórann "blása". Reyndist áfengismagnið aðeins undir 2
promill. Þarna slapp hinn Litháenski skipper við skrekkinn mætti segja
því hefði mælingim verið yfir 2 prom hefði hann rokið beint í Grjótið. Í
staðin fékk hann að sofa úr sér eftir að skipinu hafði verið var lagt
við akker, enda mun stýrimaðurinn hafa verið edrú. Skipið fékk svo
siglingarleyfi að morgni annars sept.
LISA D

© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
LISA D
© Marcel & Ruud Coster
Skipið var byggt hjá Barkmeijer í Stroobos Hollandi 1984 sem SUNERGON Fáninn var hollenskur Það mældist: 1162.0 ts, 1685.0 dwt. Loa: 73.70. m, brd: 11.70. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1994 RACHEL - 2003 LISA D. Nafn sem það ber í dag undir fána Antigua and Barbuda
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196315
Samtals gestir: 8421
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:17:16