05.09.2012 19:40
Queen Victoria
Queen Victoria heitir eitt af skipum Gunard Line. Út af sögu félagsins er ekkert athyglivert við það. En það sem vekur athygli er að skipstjóri skipsins sem ber þetta nafn í dag er kona. Og það sem vakti enn meiri athygli mína er það að hún kemur frá Færeyjum. Þarna hafa góðir frændur vorir og vinir skotið okkur enn og aftur ref fyrir rass hvað farmennsku snertir. Ekki hef ég hugmynd um hvað margar stúlkur stundar þessa starfsgrein hér á landi. En ég veit með vissu um tvær og eftir þeim spurnum sem ég hef um þær væru þær báðar líklegar til mikils frama ef þær "legðu í ´ann". En hvað um það
Hér er skipstjórinn Inger Klein Olsen
Myndin af heimasíðu útgerðarinnar
Hér er skipið Queen Victoria
Skipið var byggt hjá
Breda í Marghera Ítalíu 2007 sem Queen Victoria Fáninn var breskur Það mældist: 90049.0 ts, 7685.0 dwt. Loa: 294.0. m, brd: 32.30. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami Queen Victoria © Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster
© Marcel & Ruud Coster