21.09.2012 15:34
Drangajökull I
Drangajökull var annað skip Jökla h/f En skipið var keypt af Skipafélaginu Fold h/f 1953
Hér sem Foldin
Hér sem Foldin
Úr mínu safni © ókunnur
Skipið var byggt hjá Kalmar Varv í Kalmar Svíþjóð 1947 sem FOLDIN Fáninn var íslenskur Það mældist: 621.0 ts, ??? dwt. Loa: 51.80. m, brd: 8.80. m Skipið gekk aðeins undir tveimum nöfnum Það fékk nafníð Drangajökull 1953 Nafn sem það bar þegar það fórst við Stroma í Pentlandsfirði 29 júní 1960 á leið frá Antverpen til Reykjavíkur En togarinn Mount Eden A 152 bjargaði skiphöfninni
Hér sem Drangajökull
Úr mínu safni © ókunnur
Úr mínu safni © ókunnur
Hér að lesta tunnur í Flekkefjord 1956
© Guðlaugur Gíslason
Hér komin með farminn til Íslands
© Guðlaugur Gíslason
Hann gat verið svalur inn Massachusetts Bay Drangajökulsmenn að berja ís af Maðurinn til vinstri mun vera Sigurður Eyjólfsson Þekktur "Jöklamaður"
Hér eru tveir"Jöklar" staddir í New York sennilega 1955.Vatnajökull og Drangajökull Þetta er virkilega söguleg mynd Og ímyndið ykkur að þessi litlu skip skuli hafa verið í siglingum vestur um haf jafnvel um hávetur Það væri verðugt verkefni fyrir vel rithæfan mann að skrifa bók um "vesturhafssiglingar" íslendinga á síðustu öld. Þótt ekki hafi skipin sem þær stunduðu, verið stór yfir höfuð þá held ég að þessi hafi verið með þeim minnstu
Togarinn Mount Eden A 152 sem bjargaði Drangajökulsmönnum
© hasse nerer
Ég þakka Guðlaugi Gíslasyni kærlega fyrir lánið á myndunum
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51