24.09.2012 17:26
Til Falklandseyja
Mig langar til að bregða aðeins út af vananum og byrja að segja ykkur nokkuð langa ferðasögu í sem styðstu máli .Ég kem til að "tutla" þetta frá mér í nokkrum færslum. Þarf t.d að finna myndir sem passa o.sv. fr. Ég sigldi nokkur ár hjá danskri útgerð H.Folmer í Kaupmannahöfn.
Glasgow
Þessi ferð byrjaði í endaðan september á því herrans ári 2003 Ég var í fríi heima í Svíþjóð. Hafði eiginlega verið undir læknisheldi ( höndum réttara sagt á gullfallegri konu á tvíræðum aldri sem var heimilislæknir minn. Ég kem aftur að henni seinna) um tíma vegna mikils bakflæðis sem ég gat haldið í skefjun með pillum þegar þarna var komið sögu. Læknirinn var að leita að sjúkrahúsi þar sem hún gæti komið mér í speglun. Þá var hringt frá útgerðinni og ég beðinn að fara hið snarasta til Glasgow og þar um borð í m/s"Marianne Danica"
Marianne Danica
© Jochen Wegener
Skipstjóri þar var góður vinur minn færeyjingur að nafni Andreas Krossá. Af því að hann bað sérstaklega um mig þá hafði ég strax samband við læknirinn minn sem sagðist geta frestað fyrirhugaðri aðgerð og gert mig út með pillum og lyfseðlum. Þegar til Glasgow kom var skipið að losa "Greenheart lumber" ( trjátegund sem aðeins vex í Guyana og í Belize og er það þung að hún sekkur og er aðallega notuð í undirstöður undir járnbrautarteina og í bryggur sem mikill núningur er við) frá Georgtown í Guyana Þaðan var svo ferðinni heitið til Shoreham.
Shoreham
En þar áttum við að lesta stykkjavöru (General Cargo) til Port Stanley á Falklandseyjum.Við komum svo til Shoreham þ 03-10 og komum þá beint í helgi
© Will Wejster
En að skipinu Þaðð var byggt hjá Saksköbing M&S Saksköbing Danmörk 1993 sem MARIANNE DANICA Fáninn var danskur (DIS) Það mældist: 1409.0 ts, 2200.0 dwt. Loa: 71.80. m, brd: 11.70. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami
© Will Wejster
Andreas byrjaði strax að byggja
© óli ragg
Nú á mánudag var svo komið með hvolpinn litla tík sem kölluð var"Arven"Skipperinn afgirti strax rými fyrir hana á sinn hvorum brúarvængnum.
Andreas og Arven
Og byrjuðum að lesta þ.06.Við vorum svo 5 daga að lesta,Í fyrstu var ég mjög ósáttur við aðferðina.En brettum var kasserað og troðið faktíst í hverja rifu.En svokallaður "Supercargo" (hleðslustjóri) fullvissaði mig um að þetta væri vaninn við lestun til Falklandseyja
"Supercargóinn" í Shoreham
Lestun í Shoreham
Við losunina þar komst ég svo að raun um að það reyndist rétt Við lestunina varð maður þess var að Bretunum var alls ekki um þessa flutninga sem eru mikið niðurgreiddir af breska ríkinu.En á Falklandseyjum búa um 2000 manns,fyrir utan um 2000 manna herliðs sem er á eyjunni. En herinn sér sjálfur um sína flutninga þangað.
Að verða tilbúnir til brottfarar
En vörur kosta það sama úr búð á eyjunum og í Englandi.En þetta var síðasta lestun í Englandi fyrir jól. Svo að við vorum kallaðir "Jólaskipið" Við lögðum svo af stað frá Shoreham þ 10-10.áleiðis tl Cap Verde eyja en þar áttum við að taka olíu,