29.09.2012 17:23

Goðafoss aftur

Þann 24 mars 1948 rúmlega fjögur um eftirmiðdaginn sigldi nýtt skip inn á innrihöfn Reykjavíkur. Það hét Goðafoss og var þriðja skip Eimskipafélags Íslands með þessu nafni. Til gamans má geta þess að allir yfirmenn í brú þar með talinn loftskeytamaðurinn voru ættaðir úr Dýrafirði. Myndin hér að neðan er skönnuð úr vikublaðinu Fálkanum þar sem sagt er frá komu skipsins í 3ja tbl 1948 Undir myndinni í Fálkanum stendur að mennirnir séu Haraldur Ólafsson og Eyjólfur Þorvaldsson Og ég gleypti það hrátt. En vinur minn Heiðar Kristinsson belti mér á að maðurinn til hægri sé sennilega Guðráður. Og er ég honum sammála um það. Svo svona er þetta sennilega rétt

Stýrimenn á Goðafossi Haraldur Ólafsson og Guðráður Sigurðsson  Myndin er tekin um borð í ES Fjallfoss snemma á fimmta áratugnmum


Ég hef áður velt því upp hvað félagið hefur verið  fastheldið á þetta nafn þrátt fyrir að aðeins tvö af sex skipum með þessu nafni sluppu við  alvarleg áföll. Voru kannske "goðin" reið því að vera hent í fossin á sínum tíma???

Morgunblaðið 25 apríl 1948









Ekki veit ég. En að aftur að nefndu skipi. Það slapp nú stór áfallalaust við hina oft hættulegu strönd Íslands. Og þó. Því eiginlega alveg upp á dag mánuði seinna strandaði skipið i sundunum á Ísafirði. Eða þ 23 apríl 1948. Skipið var hlaðið freðfiski síldarmöli og gærum. Tveir 100 tonna bátar voru svo notaðir til að létta skipið.Þ.e.a.s. mjöli og gærum var skipað um borð í þá. Ægir náði skipinu svo út aftur þ 25 og var það óskemmt

                                                                                                   © Sigurgeir B Halldórsson

Morgunblaðið29 apríl 1948




Svo gekk það áfallalaust þar til 24 febrúar 1961 en þá hlekkist skipinu á við Ólafsfjörð þegar það var að koma þangað. Skipið tók niðri framundan Ósbrekkusandi og festist þar Togarnir Sléttbakur og Svalbakur náðu skipinu út óskemmdu að mestu strax sama kvöld




Ef myndin prentast sæmilega þá má sjá að þetta hefur ekki litið vel út um tíma



Þessar myndir eru skannaðar úr þes tíma dagblöðum svo gæðin eru eiginlega engin


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere