01.10.2012 19:46

Brúarfoss

Við þekkjum ölli orðið "hefði" og tengingu þess við ýmsa atburði. Hefði þetta verið svona þá hefði þetta orðið hinsegin. Í sambandi við færsluna á strandi Goðafoss þá má segja að nota mætti orðið töluvert.



                                                              Úr mínu safni  © ókunnur

Mikill velunnari síðunnar Guðlaugur Gíslason hafði samband við mig og sagði mér að þetta strand Goðafoss hefði eiginlega verið í beinu framhaldi af strandi annars skips. Og þá skulum við víkja aðeins að Brúarfossi I. Hann hafði lagt af stað vestur um land til lestunnar um mánaðarmótin mars apríl 1948 og byrjaði í Breiðafirði.Tekur Suðureyri sem síðasta viðkomustað á Vestfjörðum En heldur svo þaðan áleiðis til Hólmavíkur


                                                              Úr safni mínu © ókunnur  
                
Goðafoss leggur af stað af stað nokkrum dögum seinna Er t.d á Ísafirði 6 apríl . Brúsi fer svo á Strandirnar en strandar á grynningum sem kallaðar eru Barmur út af Gjögri 11 apríl. Skipið náðist út af eigin vélarafli út af skerinu. En leki kom á kjölfestutanka.Þann 13 er svo ákveðið að Goðafoss sem þá var kominn á Akureyri er snúið við og honum beint á Strandirnar til að taka farm Brúarfoss.Skipunum er svo báðum lagt á Reyjarfirði og þar fer umskipunin fram. Við hana vinnur þá  ungur maður Guðlaugur Gíslason. Öllum íslenskum farmönnum vel kunnur



                                                                  © photoship             


Og þá koma "hefði" til sögunnar. Hefði Goðafoss strandað á Ísafirði ef Brúarfoss hefði ekki strandað á Ströndunum ?? Þannig má eiginlega segja að  hefði ? koma oft við sögu í ýmsum atburðum. En hvaða erindi Goðafoss átti aftur á Ísafjörð veit maður ekki


                                                              Úr safni  Rick.Cox © ókunnur
Það má til gamans geta þess að í frétt í dagblaðinu Vísi segir svo þ 24 apríl 1948:" E.S Brúarfoss verður tekin upp í fjöru hér í Reykjavík til þess að fá bráðabirgðaviðgerð hér á skemmdum þeim sem skipið varð fyrir þegar það tók niðri úr af Reykjarfirði nýlega. Í næstu viku verður því væntanlega siglt til Leith þar sem það verður tekið í þurrkví"
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 6071
Gestir í dag: 265
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196164
Samtals gestir: 8409
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:54:53
clockhere