03.10.2012 18:14

Mönnum bjargað í WW 2

Ég skrifaði í gær um happaskipið Brúarfoss og að skipshöfn hans hefði bjargað milli fimmtíu og sextíu skipbrotamenn. Ég kannaði málið  og komst að því að þeir björguðu áttatíu og einum manni Við skulum athuga málið aðeins betur t

ROTHERMERE




                                                                                                       © Uboat.ne

Þ 20 maí 1941
kl 1729 Hæfði tundurskeyti frá  kafbátnum U 98 (foringi á honum var Robert Gysae ) flutningaskipið Rothermere (skipstjóri George McCartney), en það hafði aðeins dregist  aftúr skipalestinni  HX-126  suðaustur frá Hvarfi á Grænlandi (Cape Farewell) Skipið var sokkið kl 1756. 21 skipverji fórst en 29 skipverjum 4 skyttum og einum farþega var svo bjargað af skipshöfn Brúarfoss  Rothermere var á leiðinni frá Botwood, Nýfundnalandi og Halifax  til London Hlaðið stáli og pappírsrúllum

Robert Gysae © Uboat.net

Skipið var byggt hjá Charles Connell & Co í Scotstoun Bretlandi  sem Fáninn var breskur. Það mældist: 4750.0 ts, 5356.0 dwt. Loa: 128.40. m, brd: 17.20. m Skipið hafi aðeins þetta eina nafn og fána

Daleby


                                                                                                       © Uboat.ne

Þann  4 nóv 1942 kl 2235 er flutningaskipinu Daleby (skipstjóri John Edward Elsdon) sökkt af  kafbátnum U 89 (foringi Dietrich Lohmann) Þetta skeði um 290 sml ASA af Hvarfi á Grænlandi Skipið sem var í skipalestinni SC 107 var á leiðinni frá Halifax til London Hlaðið korni og hergögnum.. Jón Eiríksson og menn hans sýndu mikið þrek og hughreysti við björgun 39 skipverja 7 skyttna og 1 farþega Samtals 47 manns

Dietrich Lohmann © Uboat.net

Skipið var byggt hjá Armstrong, Whitworth & Co í Willington Quay á Bretlandi 1929 sem  KITTY TAYLOR  Fáninn var breskur Það mældist: 2785.0 ts, 4640.0 dwt. Loa: 120.40. m, brd: 16.40. m 1934 fékk skipið nafnið DALEBY Nafn sem það bar tl loka undir sama fána
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere