13.10.2012 20:06

Fyrstu sporin

Þetta er nú farið að verða eins og hjá RÚV Endurtaka gamallt efni. Hér er gömul færsla um upphafið. Aðeins endurbætt
Það sannaðist á þessum litla bát "að magur er margs vísir"Þetta var fyrsta vélknúða farþega og flutningaskip sem smíðað var fyrir íslendinga.Og fyrsta skipið af þessari gerð sem stjórnað var af íslendingum sjálfum. Þetta litla skip varð upphafið að gæfuríkri stétt sjómanna sem kallaðist:"Íslenskir farmenn" sem nú er eiginlega blætt út.

E.S Ingólfur




Sigurður Pétur Jónsson ( 1844- 1951 ) Fyrsti íslenski skipstjórinn til að taka við kaupskipi sem sérstaklega var smíðað fyrir þá



Skipið var byggt hjá Mjellem & Karlsen í Bergen í Noregi 1908 fyrir Gufuskipafélag Faxaflóa í Reykjavík.Það fékk nafnið Ingólfur og mældist 127 ts Litlar sem engar aðrar upplýsingar hef ég um skipið.

SigurðurPétursson var fyrsti stm á Ingólfi Varð seinna fyrsti skipstjórinn hjá Eimskipafélagi Íslands



Einhverjar bilanir virtust hrjá skipið og var það selt úr landi 1918. Það má segja að við séum komin aftur á byrjunarreit með lítin olíubát Ef ferjurnar tvær eru undanskildar
Þetta var fyrsta skrefið sem nú  er að fenna í Við skulum aðeins kíkja á nokkur mililvæg skref.

Hér er Ingólfur í forgrunni á ytri höfn Reykjavík






Eimskipafélagið leit dagsins ljós 14 jan 1914 Og 
1915 koma fyrstu alvöru farþega og flutningaskipin þegar es Gullfoss og es Goðafoss komu nýbyggð til landsins. 

Gullfoss





Í fyrri heimstyrjöldinni var mikill skortur á flutningaskipum til öflunar á lífsnauðsynjunum. Landsjóður keypti þá tvö skip til að koma á móts við það. Þau voru es  Borg og es Wilemose.Es Borg var keypi af Kveldúlfi en Willemose utanlands frá 

Borg


Willimose


En Eimskipafélagið missti annað skip sitt es Goðafoss sem strandaði 3 nóv 1916. Seinna keypti Landsjóður keypti svo es Sterling af Thorefélaginu. til strandferða. Í lok styrjandarinnar keypu íslendingar nokkur skip sem voru í lengri eða skemmri tíma m.a skonnorturnar Huginn Munin Haukur Svala og Rimor. Eimknúnu skonnortuna Frances Hyde og barkskipið Eos 

Rimor


E.S Borg með Pétur Björnsson sem skipstjóra í Fleetwood, E:S Willemose í Osló með Júlíus Júlíníusson sem skipstjóra og seglskipið Rimor, staður mér ókunnur með Ólaf Sigurðsson sem skipstjóra voru fyrstu íslensku kaupskipin sem heystu íslenska fánan að hún í erlendum höfnum 1 des 1918 Fimmta skipið mun hafa verið togarinn Jón Forseti. En um skipstjóra og stað er mér ekki kunnugt En þá er rétt geta þess að í júní árið 1915 var gefinn út konungsúrskurður um það að hvarvetna á Íslandi mætti draga íslenska fánann á stöng og íslenk skip mættu sigla undir honum í landhelgi
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere