14.10.2012 14:52
SARMA-1
Enn og aftur eru þeir að taka fulla skipstjórnarmenn. Nú var það lettneski skipstjórinn á flutningaskipinu SARMA-1. Það var í eftirlitsferð lögreglunnar í Brunsbuettel við Kílarskurðinn. sem þetta skeði á fimmtudaginn var. Skipið sem var leið til Cardiff, UK.var kyrrsett þar til runnið var af skipstjóranum. Sem betur fer er orðið miklu meira eftirlit með svonalöguðu..

Ég var sem betur fer farinn að mestu úr þjónustu Bakkusar þegar ég fór í farmennsku. Og búinn að segja upp hjá honum er ég fór að sigla erlendis. Ég var í 15 ár stm á erlendum skipum aðallega dönskum. Ég lenti aldei í erfiðleikum með fullan danskan háseta en æði oft með fullan danskan skipstjóra. Ég minnist t.d einusinni á leið frá Sunderland UK til Frederiksværk í Danmörk. Um eitt miðnættið þegar ég kom upp vorum við að sigla í gegn um borpallasvæði í Norðursjónum. Það tók mig 20 mínútur að vekja kallinn sem svaf svona djúpum svefni í stólnum.

Á leiðinni inn í höfnina í Ferderiksværk smellti hann dallinum utan í annan innsiglingarvita. Hann var leystur þarna af. Sem var fyrirfram ákveðið og flýtti sér heim þegar við komum eiginlega, án þess að tala við afleysarann. En eitthvað hafði borist til eyrna reiðarans því hann kom þangað fljótlega á vettvang. Hann spurði mig hvor skipperinn hefði verið fullur á leiðinni. Ég svarað á þá leið að hann skyldi bara skoða skipsdagbókina. Hann gerði það og sá hrafnasparkið, strikin,puntana og kommurna sem hana prýddi. Skipperinn var settur af um stundarsakir. Enginn má taka þessi skrif mí þannig að ég sé hneykslaður. Mín fortíð leyfir mér það ekki en ég veit kannske betur en margur annað hvað svona getur verið erfitt hjá sumum. Og ég finn virkilega til með þeim sem eru í umtöluðum erfiðleikum En að upphaflegri kveikju að færslunni: SARMA-1.
Hér sem SARMA-1.
© Arne Jürgens
Skipið var byggt hjá Sietas í Neuenfelde,Þýskalandi 1976 sem IKARIA Fáninn var Þýskur Það mældist: 999.0 ts, 2560.0 dwt. Loa: 81.40. m, brd: 13.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1986 TARAS - 1996 TINKA - 2003 SEA FOX - 2005 VEGA - 2011 SARMA-1 Nafn sem það ber í dag undir fána Lettlands
Hér sem Vega
© Arne Jürgens
© Will Wejster
Ég var sem betur fer farinn að mestu úr þjónustu Bakkusar þegar ég fór í farmennsku. Og búinn að segja upp hjá honum er ég fór að sigla erlendis. Ég var í 15 ár stm á erlendum skipum aðallega dönskum. Ég lenti aldei í erfiðleikum með fullan danskan háseta en æði oft með fullan danskan skipstjóra. Ég minnist t.d einusinni á leið frá Sunderland UK til Frederiksværk í Danmörk. Um eitt miðnættið þegar ég kom upp vorum við að sigla í gegn um borpallasvæði í Norðursjónum. Það tók mig 20 mínútur að vekja kallinn sem svaf svona djúpum svefni í stólnum.
Á leiðinni inn í höfnina í Ferderiksværk smellti hann dallinum utan í annan innsiglingarvita. Hann var leystur þarna af. Sem var fyrirfram ákveðið og flýtti sér heim þegar við komum eiginlega, án þess að tala við afleysarann. En eitthvað hafði borist til eyrna reiðarans því hann kom þangað fljótlega á vettvang. Hann spurði mig hvor skipperinn hefði verið fullur á leiðinni. Ég svarað á þá leið að hann skyldi bara skoða skipsdagbókina. Hann gerði það og sá hrafnasparkið, strikin,puntana og kommurna sem hana prýddi. Skipperinn var settur af um stundarsakir. Enginn má taka þessi skrif mí þannig að ég sé hneykslaður. Mín fortíð leyfir mér það ekki en ég veit kannske betur en margur annað hvað svona getur verið erfitt hjá sumum. Og ég finn virkilega til með þeim sem eru í umtöluðum erfiðleikum En að upphaflegri kveikju að færslunni: SARMA-1.
Hér sem SARMA-1.
Skipið var byggt hjá Sietas í Neuenfelde,Þýskalandi 1976 sem IKARIA Fáninn var Þýskur Það mældist: 999.0 ts, 2560.0 dwt. Loa: 81.40. m, brd: 13.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1986 TARAS - 1996 TINKA - 2003 SEA FOX - 2005 VEGA - 2011 SARMA-1 Nafn sem það ber í dag undir fána Lettlands
Hér sem Vega
© Will Wejster
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 881
Gestir í dag: 305
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 197091
Samtals gestir: 8716
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 15:48:32