22.10.2012 20:04

EDERA

Ja Steinn var ekki lengi að"slátra" þessu. En aðfaranótt laugardagsins 17 febr 1979 sendi ítalska lausafarmskipið Edera ú neyðarskeyti þegar það var statt 300 sml SSV af Reykjanesi á leið sinni frá Narvík (Noregi) til Halifax með fullfermi af málmgrýti. En brotsjór hafði svift tveimur lestarlúgum af fremstu lestinni og sjór þannig komist í lestina

Edera

                                                                © Tunatownshipwreck    Ships Nostalgia

Íslenska flutningaskipið Bifröst sem var á leið til USA kom svo að skipinu á eftirmiðdaginn á sunnudaginn 18. Vildu ítalarnir fyrst yfirgefa skipið en róðust þegar Bifröstin kom til þeirra og varð að ráði að Bifröst fylgdi skipinu til Íslands.

Edera

                                                                                         © Jacques Trempe

Mér skilst á samtíða blöðum að viðgerð sem tók 22 daga hafi farið  að mestu leiti fram í Straumsvík og þar skipið lá við akker við Hafnafjörð meðan súrálsskip var affermt.



Séð fram dekkið á EDERA

                                                                © Tunatownshipwreck    Ships Nostalgia


Skipið var byggt hjá  Ansaldo í  Muggiano, Ítalíu 1962 sem Edera Fáninn var ítalskur Það mældist: 23300.0 ts, 44978.0 dwt. Loa: 207.00. m, brd: 28.10. m 1969 var skipið lengt í  229.80 m og mældist eftir það  26505.0 ts og 45700.0 dwt Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum en 1983 fékk það nafnið RA  og undir því nafni var það rifið á Gadani Beach Pakistan 1983

Edera í rúmsjó


                                                                © Tunatownshipwreck    Ships Nostalgia

Þetta litla skip veitti Ítölunum skjól. Kannske (ef maður leyfir sér að vera skáldlegur) aðallega á sálinni. Í samtíma blöðum segir Valdimar Björnsson skipstjóri á Bifröst í viðtölum að vont hefði verið að skilja ítalska skipstjórann. Og að hann hefði vilja yfirgefa skipið strax og Bifröst birtist en þá var veðrið gengið að mestu niður komin ca 7 vindstig (gamli beauforts skalinn) ca 16-17 m/sek. En hann mun svo hafa róast sem fyrr segir Svo mun staðurinn sem þeir gáfu upp ekki verið réttur og tók það Bifrastarmenn töluverðan tíma að finna hið nauðstadda skip

Bifröst


                                                Úr safni Óðins Þórs  © óþekkt

Skipið var byggt hjá Schulte & Bruns í Emden Þýskalandi 1969 sem ARKTOS Fáninn var þýskur Það mældist: 975.0 ts, 1651.0 dwt. Loa: 81.00. m, brd: 13.10. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1974 NIOLON - 1977 BIFROST - 1981 GEM TRANSPORTER - 1987 MUBARAK 4 Nafn sem það bar að síðustu. En það var rifið á Gadani Beach í Pakistan 1987


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4310
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194403
Samtals gestir: 8263
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:58:39
clockhere