04.11.2012 14:29

Blikur I aftur

Ég skrifaði um daginn um Blikur I. Og eins og kom fram rakst skipið á ísjaka við Grænland og sökk í endfaðan júlí 1963.. Velunnari síðunnar í Færeyjum Finn Bjørn Guttesen sendi mér myndir af skipinu. Hann talaði svo um í athugasemd að enginn björgunnarbátur hefði verið um borð. Góðvinur minn Heiðar Kristinsson vakti svo athygli mína á síður í Morgunmblaðinu frá þessum tíma. Þar er sagt að fólkið hafi komist í eftirfarandi tæki "4 björgunarfleka,2 björgunnarbáta og 1 mótorbát 7 báta alls" eins og segir í frétt af atburðinum.


                                                                         © söhistoriska museum se

Og var fólkið í þessum bátum í þrjá og hálfan tíma þegar Poseidon fann það. Enhver misskilningur virðist hafa verið uppi um þessi björgunnartæki eftir athugasemd Finns. Mér er helst að detta í hug að hann stafi af þeirri mynd sem er hér að neðan. En myndin er tekin af skipinu við olíubryggjuna í Færeyingahöfn í Grænlandi. Kannske skömmu áður en það fór í þessa örlagaríku ferð.?? En eins og sést á henni eru engir björgunarbátar í sætum sínum



                                                                         © Finn Bjørn Guttesen

Mótorbáturinn sem talað er um í fréttinni var ein af fimm trillum sem skipið hafði meðferðis og hér undir sést ein af þeim. En myndin er tekin rétt áður en skipið sigldi á jakann. En ferð skipsins var sú að koma þessum trillum og áhöfnum þeirra til Eggerö þar sem færeyingar ætluðu að koma upp fiskveiðibækistöð. Fólkið missti allt sitt svo var og í farminum salt,olía og bensín auk bátanna









Hér er hluti af hópnum kominn til Reykjavíkur. Lengst t.v er Wilhem Dahmen skipstjóri á Poseidon Konurnar tvær þær Paula Thomsen og Elin Christiansen eru fyrir miðri mynd Og lengst til hægri er Winther Paulson lögþingsmaður



Jatangard skipstjóri Blikurs mun vera maðurinn með einkennishúfuna og í úlpunni á miðri myndinni


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5766
Gestir í dag: 235
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195859
Samtals gestir: 8379
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 22:26:56
clockhere