05.11.2012 18:55
Óskar á Háeyri
Þótt þetta sé síða sem á að fjalla um flutningaskip þá get ég ekki annað að minnast hér míns góða vinar Óskars Þórarinssonar.skipstjóra og útgerðarmanns hér í Vestmannaeyjum Ætíð kendur við æskuheimili sitt Háeyri og eða bát sinn "Frá"
Mér finnst satt að segja þessi mynd sem Tryggvi Sig tók lýsa Óskari vel Alltaf brosandi,léttur og kátur. Hann var hafsjór af allslags fróðleik.Að hlusta á þá góðvinina Torfa Haralds og hann tala um Jass,það var með hreinum ólíkindum. Það kom t.d. eins ómúsíkölskum manni og mér til af leita á "You Tube" til að hlusta á þessa snillinga sem þeir ræddu um. Óskar var vel lesinn og snillingur í frásögn. Hann hafði þann hæfileika að gera lítið áhugaverð atvik eða sögu að slíkum gullmolum að eftirminnilegt er. Og ég segi bara fyrir mig að það skarð sem hann skilur eftir sig í vinahópnum í litla húsinu við höfn friðarins verður seint fyllt. Nú er Óskar komin í þá friðarhöfn sem við öll komum til að lokum. Og það þori ég að fullyrða að þar hefur verið tekið vel móti honum Og nú fer hann þar á þeim kostum sem honum var einum lagið Megi minningin um góðan dreng lifa. Ég votta aðstandendum hans mína dýpstu samúð og bið þann sem öllu ræður að styrkja þá og styðja í sorg sinni
m/s KAREN REED
© Chris Howell
Þótt Óskar hafi gert fiskveiða að ævistarfi þá leitaði hann á vit ævintýranna sem þá var að finna í farmennskunni. Hann sigli um tíma á þessu norska skipi KAREN REED þá ungur að árum
m/s KAREN REED
© Sjohistorie.no
Mér finnst satt að segja þessi mynd sem Tryggvi Sig tók lýsa Óskari vel Alltaf brosandi,léttur og kátur. Hann var hafsjór af allslags fróðleik.Að hlusta á þá góðvinina Torfa Haralds og hann tala um Jass,það var með hreinum ólíkindum. Það kom t.d. eins ómúsíkölskum manni og mér til af leita á "You Tube" til að hlusta á þessa snillinga sem þeir ræddu um. Óskar var vel lesinn og snillingur í frásögn. Hann hafði þann hæfileika að gera lítið áhugaverð atvik eða sögu að slíkum gullmolum að eftirminnilegt er. Og ég segi bara fyrir mig að það skarð sem hann skilur eftir sig í vinahópnum í litla húsinu við höfn friðarins verður seint fyllt. Nú er Óskar komin í þá friðarhöfn sem við öll komum til að lokum. Og það þori ég að fullyrða að þar hefur verið tekið vel móti honum Og nú fer hann þar á þeim kostum sem honum var einum lagið Megi minningin um góðan dreng lifa. Ég votta aðstandendum hans mína dýpstu samúð og bið þann sem öllu ræður að styrkja þá og styðja í sorg sinni
m/s KAREN REED
Þótt Óskar hafi gert fiskveiða að ævistarfi þá leitaði hann á vit ævintýranna sem þá var að finna í farmennskunni. Hann sigli um tíma á þessu norska skipi KAREN REED þá ungur að árum
m/s KAREN REED
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5715
Gestir í dag: 228
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195808
Samtals gestir: 8372
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 22:05:02