09.11.2012 16:01

Amurskaya

Í gær fannst 20 manna gúmmíbátur af flutningaskipinu Amurskaya við Feklistov eyju í "Sea of Okhotsk". Enginn maður var í bátnum og minnkar það líkur á að einhver hefði komist lífs af úr þessum skipstapa.Í morgun fundu kafarar skipflakið og eitt lík inn í því.

                                                                                                 © Savitskiy Igor


Allir björgunarbátar skipsins virtust horfnir. Eitthvað virðist yfirvöldum bogið við þetta alltsaman því lögreglurannsókn hefur verið fyrirskipuð. Sérfræðingar hafa látið eftir sér haft að 4,2 kg af gulli fyrir allt að $ 230.000 hefði verið í farminum. Og held ég að þarna sé verið að tala um þegar búið væri að hreinsa gullið úr grjótinu sem skipið hafði innanborðs.


                                                                                                 © Savitskiy Igor

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5766
Gestir í dag: 235
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195859
Samtals gestir: 8379
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 22:26:56
clockhere