10.11.2012 22:16

Susanne Reith

Ég er oft búinn að nota orð Kára úr Njálu, þegar hann sagði "Ber er hver að baki nema sér bróður eigi og gafst Björn mér vel".Og hermt þau upp á einn af mínum bestu vinum Tryggva Sigurðsson hinn fjölhæfa vélstjóra,módelasmið og ljósmyndara (og "Drullusokk no 1" þetta skilja þeir sem þekkja hann).Hann sendir mér oft myndir sem hann tekur eða honum áskotnast. Og hér er mynd úr safni hans En hún er af hinu fræga skipi Susanne Reith seinna Grjótey m.m


                                                                                                                              Úr safni Tryggva Sig
Um þetta strand eða frekar björgun skipsin af skerinu við Raufarhöfn væri hægt að skrifa heila bók. Því mörgum þótti það ganga furðuverki næst að hægt var að bjarga skipinu og gera það haffært á nýtt.


                                                   Þessa mynd skannaði ég úr eihverri bók fyrir löngu nokk @ ókunnur

Skipið var byggt hjá Hagelstein í Travemunde (A) Þýskalandi 1958 sem SUSANNE REITH Fáninn var þýskur Það mældist:  999.0 ts, 1690.0 dwt. Loa: 71.70. m, brd: .10.90.m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1966 SUSANNA - 1967 GRJOETY - 1970 ELDVIK - 1975 SUNRAY - 1979 LEON - 1980 NIKA - 1990 ROYAL STAR II  Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En skipið var rifið í júni 2011 í Tyrklandi 



                                 Þessa mynd skannaði ég úr eihverri bók fyrir löngu nokk @ ókunnur

Svona segir Mogginn frá þegar skipið kom til Reykjavíkur frá strandstað.






En 8 metrar úr skipinu urðu eftir á skerinu ( það standa 10 metrar í Mogganum en 8 metrar er það eina rétta að sögn manns sem kunnugur er verkinu) á Raufarhöfn Ekki voru nú aðstæðurnar betri þarna á Raufarhafnarfjörunni en það að afturendinn lafði töluvert lengra niður en áður. En átta metrana og beinni rass. fékk svo skipið í Glasgow þar sem fullnaðar viðgerð fór svo fram   Borgnesingar komu töluvert  við þessa sögu. Þ.e.a.s skipstjórinn í ferðinni frá strandstað og suður heitir Einar Eggertsson Og sá sem sigldi skipinu til Glasgow var Helgi Ólafsson báðir farmenn úr Borgarnesi


Susanne Reith átti sér systurskip sem hét fyrst Assen síðan Anne Reith

Hér sem ASSEN


                                                                                                         © Rui Amaro


En það skip var byggt 1956 á sama stað og Susanne Reith og síðan rifið í Grikklandi í des1984 eftir að hafa gengið undir þessum nöfnum: - 1964 ANNE REITH - 1968 NORDLANDER 1968 GOTLAND - 1975 LARYMNA 1968  var það skip lengt og dýpkað og mældist  eftir það 1012.0 ts 1634.0 dwt Loa:80.00.m


Hér er Susanne Reith sem Nika
                                                                                         © photoship


                                                                                   @Rick Cox



                                                                                          @Rick Cox

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5715
Gestir í dag: 228
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195808
Samtals gestir: 8372
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 22:05:02
clockhere