18.11.2012 17:19
Dettifoss
Einusinni var Eimskipafélag Íslands eins og það hét í gamla daga kallað "Óskabarn þjóðarinnar" Og Íslendingar beggja vegna Atlandsála áttu félagið, Nú er öldin önnur og "Snorrabúð stekkur" Nú heitir félagið einungis "Eimskip" Erlendir aðilar jafnvel með stæðstu eigendum þess. Og ekkert einasta skip að einni ferju sem er í rekstri hjá þeim undir íslensku flaggi. Það mætti því með sanni kalla félagið "Uppeldisbarn þjóðarinnar"..En það flokkast víst undir rasisma að vera með eitthvað þjóðernistal. Svo ég sleppi því. En hér eru skemmtilegar myndir af einu skipi félagsins Dettifossi að snúast í Thorshavn í Færeyjum
© Brian Crocker

© Brian Crocker
Það fer ekkert milli mála hver heimahöfnin er
© Brian Crocker
Skipið var byggt hjá Örskov Christensens í Frederikshavn Danmörk 1995 sem TRSL TENACIOUS Fáninn var danskur ( DIS?) Það mældist:14664.0 ts, 17034.0 dwt. Loa: 165.60. m, brd: 27.20. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:Á byggingar tímanum : HELENE SIF1997 MAERSK DURBAN - 1997 MAERSK SANTIAGO - 2000 DETTIFOSS Nafn sem það ber í dag undir fána Antigua and Barbuda

© Brian Crocker
Það fer ekkert milli mála hver heimahöfnin er

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5766
Gestir í dag: 235
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195859
Samtals gestir: 8379
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 22:26:56