22.11.2012 17:41

Íþróttamenn í sjómannastétt

Í október 1970 birtist frétt í blaði margra landsmanna með fyrirsögninni:" Brúarfoss vann íþróttakeppni í Norfolk" Vitanlega er þarna átt við þess tíma áhafnarmeðlimi skipsins

Svona leit frétt Moggans út


Gunnar S Steingrímsson sem var í þessari frægu áhöfn var svo vinalegur að senda mér mynd sem tekin var og er samsvarandi myndinni í Mogganum

                                                    Úr safni Gunnar S Steingrímssonar © ókunnur

Nöfnin sem þekkt eru:Frá vinstri Þorsteinn Pétursson  Ólafur Sigurðsson .Agnar Sigurðsson  Gunnar S Steingrímsson.Reynir Hólm. Guðmundur Pedersen,Sigrún Sigurðardóttir, Stefán Guðmundsson Skipstjóri. Næst er svo  Guðný Sigríður Baldursdóttir síðan Sigurður Gunnlaugsson, Gunnar Jónsson og síðan tveir ónefndir


Og Þjóðviljinn sálugi sagði svona frá þessum atburði



Gunnar gerði það ekki endasleppt því ári seinna því ári seinna var hann í áhöfn Goðafoss sem varð stigahæsta áhöfnin í sömu keppni í Norfolk. Þeir urðu sem sagt heimsmeistarar. En ég mun koma að því í annari færslu næstu daga. Það er nú ekki hægt að skilja við þetta öðruvísi en að koma að skipinu sjálfu

Brúarfoss

                                                                          © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Ålborg Værft A/S í Ålborg Danmörk 1960 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist 2337 ts 3460.dwt.Loa:102.3 m.Brd: 15.8m.Eimskip selur skipið 1980 til Panama.Það heldur nafninu. 1984 er það selt til Nova Scotia og fær nafnið Horizon. 1986 nafni breitt í Willem Reefer. 1987 í Triton Trader.1989 í Global Trader. 1990 í Triton Trader.aftur Þ.15/12 1987 þegar skipið var statt 300 sml SA frá Halifax á leið frá New London til Ashdod kastast farmurinn til í skipinu og yfirgaf skipshöfnin það. Það var svo dregið inn til Shelburne NS með 30°halla. Komið var þangað á aðfangadagskvöld. Þ 26-04-1990 er svo lagt af stað með skipið í togi til Indlands, Það var svo rifið í Alang í ágúst 1990. Efri myndina tók vinur minn Tryggvi Sigurðsson á páskadag 1977 af skipinu við bryggju í Cambridge.USA Neðri myndin er tekin af  Mac Mackay í Halifax 18-05-1976. Mér þótti þetta skip og systurskip þess Selfoss alltaf þau fallegustu sem um höfin sigldu

Brúarfoss


                                                                         © Tryggvi Sig

                                                                                                © Mac Mackay

Svona áður en við skiljum við Brúarfoss þá eru hér 2 myndir frá Vilberg Prebeson


                                                                                                ©  Vilberg Prebeson



                                                                                                 ©  Vilberg Prebeson

Og ein frá Tryggva Sig


                                                                                                                                  © Tryggvi Sig

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5815
Gestir í dag: 242
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195908
Samtals gestir: 8386
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 22:49:19
clockhere