24.11.2012 18:41
Saga Skipadeildar SÍS
Saga Skipadeildar SÍS mun hafa byrjað með því að Gunnar nokkur Larsen, sem lengi var starfsmaður KEA annaðist kaup á skipi frá ítalíu. Hann fór þangað vegna kaupanna, en lést á heimleiðinni úr þeirri ferð. Forráðamenn Sambandsins stóðu þá eftir upplýsingalitlir um skipið. Gripu þeir til þess ráðs að senda Ásgeir Árnason og Sverri Þór út til að fylgjast með lokasmíði þess og sjá um að frágangur þess yrði eins og hæfði íslenzkum aðstæðum. Varð Ásgeir svo fyrsti vélstjóri á skipinu en Sverrir fyrsti stýrimaður. Þá voru flugsamgöngur ekki hafnar, og þeir fórum með amerískri herflutningavél til Parísar. Þar höfðum þeir nokkra viðdvöl m. a. til að fá vegabréfsáritun til ítalíu. Þetta var rétt eftir stríðið og ákaflega erfitt að fá inni á hótelum í París og ennþá erfiðara að fá matarbita Síðan var haldið áfram með lest til Genúa, en þar var skipið smíðað og afhent 12. ágúst. Það hafði upphaflega verið smíðað sem herflutningaskip fyrir Þjóðverja en verið sökkt í höfnina, þar sem það lá lengi á botninum. Svo var þvl náð upp, það hreinsað og gert upp. Svona einhvern veginn lýsir Sverrir þór skipstjóri til fjölda ára fyrstu skrefunum að Skipadeildar SÍS í viðtali við dagblaðið Tímann Þetta voru að vísu elkki alfyrstu skrefin í skipaeign Samvinnumanna . Ég kem að því seinna
Hvassafell
© photoship
Gefum Sverrir orðið: Það var ekki fyrr en talsvert eftir að við fórum að heiman að áhöfnin var ráðin að öllu leyti. Fyrsti skipstjóri á Hvassafellinu var Gísli Eyland, sem byrjað hafði skipstjómaferil sinn á tímum seglskipanna. Kom hann til ítalíu ásamt áhöfninni að sækja skipið. Fóruð þið víða á Hvassafellinu? Já, þetta voru víðari siglingar heldur en íslenzk skip höfðu áður stundað. Þær höfðu líka breytst nokkuð. Fyrir stríð var aðallega siglt á fastar hafnir, en nú var þetta meira sitt á hvað. Við fórum mikið til Miðjarðarhafsins, til Finnlands og við komumst alla leið norður í Hvítahaf til Rússlands.
Hvassafell
© söhistoriska museum se
Með Sambands-skiponum var eiginlega tekin upp ný stefna í flutingamálum. Við sigldum oft beint á smáhafnir þegar við komum að utan og var það nýmæli. Það var mikil breyting til bóta að losna við umskipanir á stærri nðfmnn. Við fórum jafnvel inn á smáskoruvíkur, sem engin hafskip höfðu komið inn á áður. Við gátum komið beint á allar hafnir á landinu, þar sem var tollafgreiðsla.Teflduð þið stundum í tvísýnu? Þetta gátu nú verið hálfgerðar "kraftasiglingar" En það var ekki hægt að segja að við færum út í tvísýnu, nei.
Hvassafell
© söhistoriska museum se
Hvassafell
© söhistoriska museum se
Einu sinni man ég eftir að við
sigldum fram og aftur með landinu, samtals um 1900 mílur og komum á 18
hafnir og vorum 18 daga á leiðinni. Minnist þú einhverra sérstakraferða á þessum árum? Við lentum í síldarævintýrinu veturinn 1947. Þá fylltist allt af síld hér í Hvalfirðinum. Móttöku- og vinnslumöguleikarnir á Faxaflóasvæðinu voru takmarkaðir, svo mjög, að skip voru sett í að flytja síldina til Siglufjarðar. Þetta voru talsvert erfiðar siglingar. Það var mikið veðravíti þennan vetur og erfitt að sigla með lausa síldina í lestunum ,en skilrúm voru ekki nema að nafninu til. En þetta gekk allt vel, enda var Hvassafellið mikið happaskip Framanskráð er fengið "að láni" úr dagblaðinu Tímanum frá 15 ágúst 1971 í tilefni 25 ára amæli Skipadeildarinnar
Svona sagði Samvinnan frá komu skipsins 01-10-1946
Á Hvassafelli II stigu margir seinna frægir skipstjórnarmenn sín fyrstu spor í farmennskunni Skipið var byggt hjá Ansaldo Cerusa í Voltri á Ítalíu 1946 (fullbyggt) sem Hvassafell Fáninn var íslenskur Það mældist: 1690.0 ts, 2300.0 dwt. Loa:
83.60. m, brd: 12.30. m Skipið gekk aðeins undir tveimur nöfnum. Því þegar það bvar selt frá Íslandi til Portúgals 1964 fékk það nafnið ANA PAULA Nafn sem það bar þar til yfirl auk
ANA PAULA komin að fótum fram
Úr safni Marijan Zuvic
Að síðustu lá svo skipið í tvö ár í Brodogradiliste «Jozo Lozovina
Mosor» shipyard í Króatíu. Og eftir nauðungarsölu þ 14 mars 1969 kom það
15 mai sama ár til Sveti Kajo shipyard í Split í sama landi þar sem
það var rifið.