25.11.2012 12:34

Jökulfell

Eins og sagði í færslunni í gær var stutt stórra höggva á milli hjá Skipadeid SÍS.Því tveimur árum eftir komu Arnarfells eða 1951 kom Jökulfell. Og aftur láta Sambandsmenn Svía bygga skip fyrir sig.Mér sjálfum hefur alltaf fundist Jökulfellið hefði þolað eina hæð til viðbótar í yfirbyggingu. Þegar aðeins er tekið tillit til "fegurðarsjónarmiða" ef svo skáldlega má að orði komast.Hefði maður snefil af þekkingu á "photoshop" eða hvað þetta heitir nú allt saman hefði verið gaman að garfa i því

Jökulfell


                                                                                                       © söhistoriska museum
Skipið var smíðað hjá Óskarshamn Varf í Óskarshamn Svíþjóð 1951 fyrir Skipadeild SÍS. Skipið mældist: 972.0 ts 1045.0 dwt. Loa: 72.80 m brd:11.30 m. Skipið var rifið  í  Aviles Spáni í des.1974

Jökulfell

                                                                            © söhistoriska museum se
Það vakti athygli þegar Jökulfellið kom til landsins, að þá var það leigt til flutninga
í annarri heimsálfu um sex mánaða skeið, sem var alger nýlunda. Það var leigt til bananaflutninga í Chile. Þessi nýstárlegi háttur hjálpaði til að afla gjaldeyris til að standa straum af háum greiðslum erlendis vegna skipanna.


Jökulfell


                                                                      Úr safni Samskip © ókunnur
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10
clockhere