26.11.2012 18:59

Meira af Skipadeildinni

Litlafell var næsta skip Skipadeildariinar og fyrsta skipið sem keypt var notað Við skulum grípa niður í viðtal við Hjört Hjartar framkvæmdarstjóra Skipadeildar SÍS á 25 ára afmæli hennar. Viðtalið birtst í Samvinnunni tímariti Samvinnumanna 1973:"Árið 1954 hefst fyrsti kapítuli í olíuflutningasögu kaupskipaflota Sambandsins.Það gerðist á örfáum dögum, að ákveðið var að kaupa Litlafell. Eitt af fyrstu verkum Vilhjálms Þórs eftir að hann kom til Sambandsins var að stofna til reksturs Olíufélagsins h.f. Meginverkefni félagsins var að byggja upp birgðastöðvar úti á landsbyggðinni og sjá um dreifingu olíu með öruggum hætti.

Litlafell


                                   Úr safni Samskip

Samvinnumenn
réðu hins vegar ekki yfir flutningatækjum og urðu að leita til annarra um flutninga til hafna kringum landið. Auðsætt var, að hvorki var fyrir hendi afkastageta né kannski heldur samstarfsvilji annarra aðilja til að hjálpa til við þessa flutninga. Olíuflutningar voru þá í höndum einkareksturs og lítið skip í eigu ríkisins. Þegar séð varð, að flutningaþörfin mundi aukast, var það einn góðan veðurdag þegar ég ræddi við Vilhjálm Þór, að hann sendi skeyti til viðskiptasambanda okkar í Gautaborg og bað um að leitað bað um að leitað yrði að hentugu þúsund tonna skipi sem hægt væri að fá keypt í skyndi.

Litlafell


                                   Úr safni Samskip

Nokkrum
dögum síðar lá fyrir tilboð um nýlegt  sænskt olíuflutningaskip, sem hét Maud Reuter, og örfáum dögum síðar var ég kominn til Svíþjóðar að skoða skipið, og þar var endanlega gengið frá kaupunum Litlafell kom til landsins 12. marz 1954 og var sameign Olíufélagsins og Sambandsins.

Litlafell


                                   Úr safni Samskip

Það gegndi mjög þýðingarmiklu
hlutverki við olíudreifingu á ströndinni, þar til það var selt á þessu ári (1973) eftir 17 ára þjónustu. Þá gerðist það aftur með sáralitlum fyrirvara, að Olíufélagið og Sambandið keyptu nýtt Litlafell, að vísu nokkru stærra en það fyrra, sem gegna á sams konar hlutverki. Áhöfnin fékk það ánægjulega verkefni að fara út með gamla skipið og koma heim á nýju Litlafelli.

Litlafell


                                   Úr safni Samskip

Skipið var byggt hjá Nörrköpings Varv í Nörrköping Svíþjóð 1950 sem MAUD REUTER Fáninn var sænskur Það mældist: 803.0 ts, 879.0 dwt. Loa: 65.60. m, brd: 9.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum; 1954 LITLAFELL - 1971 POLYXENI - 1973 GLAROS - 1975 MARK III  Nafn sem það ber í dag undir fána Honduras En þetta segir í gögnum sem ég hef aðgang að um skipið "No Longer updated by (LRF) IHSF (since 05-08-2010)"

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10
clockhere