27.11.2012 16:09
Hamrafell
Svo
er það "supertankarinn" Hamrafell. Sem skipadeild SÍS keypti notað
1956. Skipið var byggt hjá Deutsche Værft Finkenwarde Þýskalandi 1952
fyrir M. Mosvold í Noregi Hlaut nafnið Mostank.Það mældist 11349 ts,
16730 dwt. Loa: 167.40.m brd 20.80.m.SÍS kaupir skipið sem áður var
sagt 1956.Ég man hvað maður leit upp til þeirra Jóns Dan, Einars Eggerts
og Lalla Gunnólfs og þessara kalla sem maður kannaðist við úr áhöfninni
sem oftar er ekki"slæddust" um borð í Akraborgina.Þegar þeir komu í
land af lóðsbátunum.Ég hugsa að það sé ekki allfjarri sannleikanum
þegar ég fullyrði að á fáu farskipi íslensku hafi jafn margir farmenn
stigið sín 1stu spor í farmennskunni um borð.Þegar svo Rússar náðu
einokun á olíuflutningunum milli landana minnkaði þörfin fyrir þessa
stærð af olíuflutningaskipum Skipið var svo að lokum eingöngu í
siglingum erlendis og var það síðan selt Lajas Cia de Nav Indlandi
1966. Og fær nafnið Lajas.Það er svo selt innanlands The Shipping Corp í
Bombay og fær nafnið Desh Alok Það er svo rifið í Bombay 1974
Hér er mynd sem sagt er að skipið í baksýn sé Hamrafell jafnvel í byggingu

@ AndiDandi
Við skulum heyra hvað Hjörtur Hjartar hafði um skipið að segja í viðtali við Samvinnuna 1971:"Árið 1956 var efnt til stærsta átaks í siglingasögu samvinnumanna, þegar ráðist var í kaup á Hamrafelli. Um þetta leyti voru heildarflutningar til landsinsmilli sjö og átta hundruð þúsund tonn, og af því voru olíur nálega helmingur.Reynslan hafði fært íslendingum heim sanninn um það, bæði á stríðs- og friðartimum, að óhyggilegt væri að vera öðrum háður um flutninga á varningi til landsins. Þess vegna meðal annars voru almennu flutningaskipin keypt og rekin af íslendingum sjálfum. Olían var jafnþýðingarmikill þáttur í rekstri þjóðarbúsins og hver annar. Það gaf því auga leið, að óhyggilegt væri að láta útlendinga hafa í sínum höndum allt að 50% af öllum flutningum til landsins. Þetta hvatti Sambandið og Olíufélagið til að ráðast í það stórvirki að kaupa 17.000 smálesta skip. Hamrafellið var afhent 21. september og kom til landsins í fyrsta sinn 9. desember 1956.
Hér sem Mostank
© photoship
Ýmsum þótti í stórt ráðizt, og var talið óvíst að íslenzkir farmenn réðu við að stjórna slíku skipi, stökkva þannig úr 2000 upp í 17.000 tonna stærð fyrirvaralaust. En sá ótti reyndist með öllu ástæðulaus, því á daginn kom, að íslenzkir farmenn réðu fyllilega við verkefnið. Hamrafellið var fyrst og fremst ætlað til að efla sjálfstæði íslands í siglingamálum. Það hafði ekki liðið nema stuttur tími frá komu skipsins, þegar í ljós kom hve dýrmætt var fyrir þjóðina að geta haft olíuflutningana í eigin höndum. Hamrafellið annaði nálega helmingi af olíuflutningum landsmanna.
Hamrafell

@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Þegar átökin urðu fyrir botni Miðjarðarhafs og Egyptar slógu eign sinni á Súezskurð 1958, hækkuðu flutningsgjöld á olíu fyrirvaralaust. íslendingar voru þá
bundnir samningi við Rússa um oliukaup, en í ljós kom, þegar átökin áttu sér stað
og í framhaldi af þeim, að Rússar réðu ekki við að koma olíu til íslands, svo tryggt mætti teljast, en útlendir skipaeigendur vildu fá a. m. k. 220 shillinga á tonn fyrir að flytja olíu til íslands, og voru þó vart fáanlegir. Við gerðum þá samkomulag við íslenzk stjórnvöld um að Hamrafellið flytti ákveðið magn fyrir 160 shillinga á tonnið. Hér gerðist þvi það tvennt samtímis, að íslendingar gátu forðast hæstu sveiflurnar, sem virtust vera framundan vegna átakanna, og að þeirra eigin skip gat sinnt þýðingarmiklu verkefni í flutningakerfi þjóðarinnar. Sem betur fór urðu átökin við austanvert Miðjarðarhaf ekki langvinn og farmgjöld lækkuðu áður en mjög langt
leið. Enda þótt eigendur Hamrafells hefðu samið um verulegan afslátt frá markaðsfragt var ákveðið að halda ekki fast við 160 shillinga á tonnið þegar heimsmarkaðsverðið fór niður fyrir þá upphæð.
Hamrafell
© Sjohistorie.no
Á næstu árum var Hamrafellið stundum í flutningum milli íslands og Rússlands, og voru íslenzku olíufélögin mjög ánægð með þjónustu þess, því segja má að það fylgdi klukkuslætti, hvenær skipið kom til landsins, á sama tíma og til stórvandræða
horfði einatt hjá öðrum aðiljum, sem önnuðust flutninga. Hamrafellið varð því snemma vinsælt skip og sannaði, að betra er sjálfum sér að treysta en sinn bróður að biðja, og á það ekki síður við um siglingar en önnur svið mannlífsins. Þegar kom fram á árin 1964 og 1965, höfðu olíufarmgjöld lækkað mjög verulegaog þá höfðu Rússar boðizt tll að sjá um flutninga á olíunni til íslands

Úr safni Óskars Franz
Á þessu skeiði var Hamrafellið að nokkru leyti við flutninga frá Batum til íslands, en að meginhluta varð það að leita verkefna annars staðar. í árslok 1965, þegar gerður var samningur við Rússa um olíuflutninga 1966, var eftir því leitað af eigendum Hamrafells, að skipið fengi verkefni við olíuflutninga frá Rússlandi, og var þá boðið af okkar hálfu mjög lágt farmgjald, sem einungis miðaðist við kostnaðarverð á rekstri skipsins. Rússar buðu hins vegar nokkru lægri fragt, því á þessu tímabili höfðu þeir áhuga á að selja hingað olíu og flytja hana sjálfir. Þáverandi ríkisstjórn hafði ekki áhuga fyrir því að nota íslenzka skipið, enda þótt ljóst lægi fyrir, að mismunurinn á tilboði Rússa og eigenda Hamrafells svaraði til þess, að fórna þyrfti einum eyri á hvern lítra af benzíni og olíu, ef íslenzka tilboðinu væri tekið. Þetta leiddi til þess, að raunverulega var búið að dæma Hamrafellið úr leik frá verkefninu sem því var ætlað að sinna. Undangengin ár höfðu leitt af sér reksturshalla, og þegar erlendur aðili hafði tryggt sér olíuflutninga til landsins um ófyrirsjáanlegan tíma, sáu eigendur Hamrafells sér ekki annað fært en taka þeirri staðreynd. Var því brugðið á það ráð að selja Hamrafellið seint á árinu 1966.
Hamrafell

Úr safni Óskars Franz
Þar með var lokið fyrsta átaki íslendinga til að taka þennan þátt samgöngumálanna í sínar hendur. Nokkrum mánuðum eftir að Hamrafellið hafði kvatt Ísland, kom greinilega í ljós, að sinnuleysi eða óvild stjórnvalda i garð þessa þáttar íslenzks efnahagsöryggis og atvinnusjálfstæðis varð að gjalda dýru verði. Aftur kom til átakavið Miðjarðarhafsbotn. í júní 1967 brauzt út svokallað sex-daga-stríð. Afleiðingarnar hafa orðið þær, að um það bil fjögur ár hafa flutningsgjöld á olíum verið mjög há og stundum hærri en á stríðsárunum. Þótt hlutur fslendinga í olíuneyzlu sé smár, hlýtur það að hafa glatt erlenda skipaeigendur, að íslendingar voru að öllu leyti upp á aðra komnir í þessu efni, þannig að mikill hagnaður af flutningunum rann í þeirra vasa, en varð ekki eftir hjá íslendingum sjálfum. Saga Hamrafells er kapítuli út af fyrir sig í sögu skipareksturs samvinnumanna og annarra íslendinga og vissulega dapurlegur endir hans." Svo mörg voru þau orð í bili
Hér er mynd sem sagt er að skipið í baksýn sé Hamrafell jafnvel í byggingu
@ AndiDandi
Við skulum heyra hvað Hjörtur Hjartar hafði um skipið að segja í viðtali við Samvinnuna 1971:"Árið 1956 var efnt til stærsta átaks í siglingasögu samvinnumanna, þegar ráðist var í kaup á Hamrafelli. Um þetta leyti voru heildarflutningar til landsinsmilli sjö og átta hundruð þúsund tonn, og af því voru olíur nálega helmingur.Reynslan hafði fært íslendingum heim sanninn um það, bæði á stríðs- og friðartimum, að óhyggilegt væri að vera öðrum háður um flutninga á varningi til landsins. Þess vegna meðal annars voru almennu flutningaskipin keypt og rekin af íslendingum sjálfum. Olían var jafnþýðingarmikill þáttur í rekstri þjóðarbúsins og hver annar. Það gaf því auga leið, að óhyggilegt væri að láta útlendinga hafa í sínum höndum allt að 50% af öllum flutningum til landsins. Þetta hvatti Sambandið og Olíufélagið til að ráðast í það stórvirki að kaupa 17.000 smálesta skip. Hamrafellið var afhent 21. september og kom til landsins í fyrsta sinn 9. desember 1956.
Hér sem Mostank
Ýmsum þótti í stórt ráðizt, og var talið óvíst að íslenzkir farmenn réðu við að stjórna slíku skipi, stökkva þannig úr 2000 upp í 17.000 tonna stærð fyrirvaralaust. En sá ótti reyndist með öllu ástæðulaus, því á daginn kom, að íslenzkir farmenn réðu fyllilega við verkefnið. Hamrafellið var fyrst og fremst ætlað til að efla sjálfstæði íslands í siglingamálum. Það hafði ekki liðið nema stuttur tími frá komu skipsins, þegar í ljós kom hve dýrmætt var fyrir þjóðina að geta haft olíuflutningana í eigin höndum. Hamrafellið annaði nálega helmingi af olíuflutningum landsmanna.
Hamrafell
@ Malcom Cranfield Shipsnostalgia
Þegar átökin urðu fyrir botni Miðjarðarhafs og Egyptar slógu eign sinni á Súezskurð 1958, hækkuðu flutningsgjöld á olíu fyrirvaralaust. íslendingar voru þá
bundnir samningi við Rússa um oliukaup, en í ljós kom, þegar átökin áttu sér stað
og í framhaldi af þeim, að Rússar réðu ekki við að koma olíu til íslands, svo tryggt mætti teljast, en útlendir skipaeigendur vildu fá a. m. k. 220 shillinga á tonn fyrir að flytja olíu til íslands, og voru þó vart fáanlegir. Við gerðum þá samkomulag við íslenzk stjórnvöld um að Hamrafellið flytti ákveðið magn fyrir 160 shillinga á tonnið. Hér gerðist þvi það tvennt samtímis, að íslendingar gátu forðast hæstu sveiflurnar, sem virtust vera framundan vegna átakanna, og að þeirra eigin skip gat sinnt þýðingarmiklu verkefni í flutningakerfi þjóðarinnar. Sem betur fór urðu átökin við austanvert Miðjarðarhaf ekki langvinn og farmgjöld lækkuðu áður en mjög langt
leið. Enda þótt eigendur Hamrafells hefðu samið um verulegan afslátt frá markaðsfragt var ákveðið að halda ekki fast við 160 shillinga á tonnið þegar heimsmarkaðsverðið fór niður fyrir þá upphæð.
Hamrafell
Á næstu árum var Hamrafellið stundum í flutningum milli íslands og Rússlands, og voru íslenzku olíufélögin mjög ánægð með þjónustu þess, því segja má að það fylgdi klukkuslætti, hvenær skipið kom til landsins, á sama tíma og til stórvandræða
horfði einatt hjá öðrum aðiljum, sem önnuðust flutninga. Hamrafellið varð því snemma vinsælt skip og sannaði, að betra er sjálfum sér að treysta en sinn bróður að biðja, og á það ekki síður við um siglingar en önnur svið mannlífsins. Þegar kom fram á árin 1964 og 1965, höfðu olíufarmgjöld lækkað mjög verulegaog þá höfðu Rússar boðizt tll að sjá um flutninga á olíunni til íslands

Úr safni Óskars Franz
Á þessu skeiði var Hamrafellið að nokkru leyti við flutninga frá Batum til íslands, en að meginhluta varð það að leita verkefna annars staðar. í árslok 1965, þegar gerður var samningur við Rússa um olíuflutninga 1966, var eftir því leitað af eigendum Hamrafells, að skipið fengi verkefni við olíuflutninga frá Rússlandi, og var þá boðið af okkar hálfu mjög lágt farmgjald, sem einungis miðaðist við kostnaðarverð á rekstri skipsins. Rússar buðu hins vegar nokkru lægri fragt, því á þessu tímabili höfðu þeir áhuga á að selja hingað olíu og flytja hana sjálfir. Þáverandi ríkisstjórn hafði ekki áhuga fyrir því að nota íslenzka skipið, enda þótt ljóst lægi fyrir, að mismunurinn á tilboði Rússa og eigenda Hamrafells svaraði til þess, að fórna þyrfti einum eyri á hvern lítra af benzíni og olíu, ef íslenzka tilboðinu væri tekið. Þetta leiddi til þess, að raunverulega var búið að dæma Hamrafellið úr leik frá verkefninu sem því var ætlað að sinna. Undangengin ár höfðu leitt af sér reksturshalla, og þegar erlendur aðili hafði tryggt sér olíuflutninga til landsins um ófyrirsjáanlegan tíma, sáu eigendur Hamrafells sér ekki annað fært en taka þeirri staðreynd. Var því brugðið á það ráð að selja Hamrafellið seint á árinu 1966.
Hamrafell

Úr safni Óskars Franz
Þar með var lokið fyrsta átaki íslendinga til að taka þennan þátt samgöngumálanna í sínar hendur. Nokkrum mánuðum eftir að Hamrafellið hafði kvatt Ísland, kom greinilega í ljós, að sinnuleysi eða óvild stjórnvalda i garð þessa þáttar íslenzks efnahagsöryggis og atvinnusjálfstæðis varð að gjalda dýru verði. Aftur kom til átakavið Miðjarðarhafsbotn. í júní 1967 brauzt út svokallað sex-daga-stríð. Afleiðingarnar hafa orðið þær, að um það bil fjögur ár hafa flutningsgjöld á olíum verið mjög há og stundum hærri en á stríðsárunum. Þótt hlutur fslendinga í olíuneyzlu sé smár, hlýtur það að hafa glatt erlenda skipaeigendur, að íslendingar voru að öllu leyti upp á aðra komnir í þessu efni, þannig að mikill hagnaður af flutningunum rann í þeirra vasa, en varð ekki eftir hjá íslendingum sjálfum. Saga Hamrafells er kapítuli út af fyrir sig í sögu skipareksturs samvinnumanna og annarra íslendinga og vissulega dapurlegur endir hans." Svo mörg voru þau orð í bili
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10